Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 39
BÚFRÆÐINGURINN
37
jarðvegsmyndunina. Þó má nánast telja, að störf þeirra séu að
eins undirbúningur ennþá mikilsverðari breytinga, er berg-
efni jarðvegsins. verða að taka, til þess að hann verði hent-
ugur vaxtarstaður fyrir lífrænan gróður. Það eru efnisöflin,
sem vinna að þessum margþættu breytingum, ýinist í sam-
vinnu við eðlisöflin eða sjálfstætt eftir að aðalstarfi hinna
síðarnefndu er lokið.
Þær breytingar á bergefnaforða jarðvegsins, sem áhrif efnis-
al'lanna koma til leiðar, má telja, að séu aðallega fólgnar i
eftirfarandi atriðum:
1. að bergefnin leysast upp í vatni og breyta þannig um
ástand;
2. að bcrgefnin sameinast aðkomnum efnum, er þau koma i
snertingu við og mynda með þeim ný efnasambönd;
3. að bergefnin skiptist ýmislega á efnum við önnur efna-
sambönd í jarðveginum, leysast þannig sundur og mynda
margvísleg og gerbreytt efnasambönd.
Þau efni og efnasambönd, er mestu valda um þessar breyt-
ingar og á margs konar hátt taka þátt i hinum nýju efnasam-
böndum eru: vatn, vatnsefni, súrefni, kolsýra og svo lífrænar
sýrur ásamt fleiri efnum af lífrænum uppruna.
Vatnið hefur í þessu sambandi fjölþættastn verkefnin. Það
ieggur frumcfni sin af mörkum til margra hluta. Það verkar
sjálft upplcgsandi á bcrgefnin og það tekur við uppleystum
og sundurklofnum efnasamböndnm, flytur þau úr stað og
vcitir þeim á nýjan hátt til áhrifa, annaðhvort til myndunar
mjrra efnasambanda cða til frekara niðurrifs á óunnum berg-
efnum. Vatnið í jörðinni er því eins konar blóðrás hinnar
dauðu náttúru, er bæði sundurliðar og uppbyggir, og hefur
að því leyti hliðstætt hlutverk við blóðrás hins æðra lifs.
Það er að nokkru undir ytri skilyrðum komið, hversu auð-
velt efnisöflunum veitir að vinna niður bergefni jarðvegsins.
Þannig er nægur raki eitt af grundvallaratriðum og að því
leyti, sem súrefni og kolsýra eru injög meðverkandi, þá verð-
ur meira ágengt ofan til í jarðveginum og þar, sein gróður
nær til með rætur sínar, en í hinum dýpri lögum. Þá er einnig
talið, að hitastig jarðvegsins komi lil greina og því verði
molnun bergel'nanna, að öðru jöfnu, örari i suðlægum lönduin
en þeim, sem hafa kaldara loftslag.
Þegar nánar skal greina, hvernig framangreindar breytingar