Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 184
182
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
ráðunautur Búnaöarfélags íslands, Gunnar Bjarnason, valiö hrossin
og keypt þau.
Skólabúið.
Suinarið 1942 var töðufengur með mesta móti á Hóluin, allt að
]jví 3000 hestburðir. Útheyskapur var aftur litill, 250 liestburðir.
Búfjáreign skólabúsins var um siðustu áramót sem hér segir: 44
nautgripir, 82 hross, 376 sauðfjár, 100 hænsn og 1 svín. — Meðal-
fallþungi sláturlamba haustið 1942 reyndist 16% kg.
Kristján Karlsson.
Frá bændaskólanum á Hvanneyri.
Hesthús. Vorið 1942 var byrjað að reisa steinsteypt hesthús norð-
ur i Þórulág. Það er 40 x 15 m að stærð, tekur um 80 gripi. Vot-
heysgryfjur og þurrlieyshlöður taka um 1500 hestburði af heyi og
eru í miðri byggingunni. Yfir gripaliúsunum, sitt hvoru megin við
lilöðuna, er steypt loft, þar sem hægt verður að þurrka og geyma
garðávexti og lcorn-. Undir nokkrum liluta hyggingarinnar cr
áburðarhús. Allmikið er enn eftir að vinna við bygginguna, en
væntánlega verður htmni lokið á þessu ári.
Reykholtsboð var 20. febrúar 1943, en Iiafði fallið niður 2 undan-
farna vetur vegna veikinda í Reykholti. Reykhyltingar skemmtu
með söng, ræðum, leikriti og leikfimi kyenna, enn fremur var dans-
að. Keppni fór fram í bolta og' tafli. Unnu Hvanneyringar taflkeppn-
ina með 8:6 og innanhússkeppni í fótbolta með 126 :120 (stigum),
en töpuðu aðalknattspyrnukeppninni (úti) með 2:3 mörkum. Boð-
ið fór ágællega fram og var hið ánægjulegasta. Skólasljóri i Rcyk-
holti er Þórir Steinþórsson.
Knattspyrnunámskeið var haldið við skólann á veguin íþrótta-
sambands íslands. Stóð 6 vikna tíma. Iíennari var Axel Andrésson,.
Glíma hefur eklci verið iðkuð i vetur.
Fyrirlestra fluttu við skólann í vetur (1942—1943) Pétur Sigurðs-
son erindreki og Halldór Pálsson ráðunautur.
Verknámsferð var farin um Suðurland s. 1. vor. Komuinst við
lengst að Skógá undir Eyjafjöllum. Lengsta viðdvöl höfðum við á
garðyrkjuskólanum að Reykjum i Ölfusi. Annars var ferðinni hagað
likt og undanfarin ár, þegar verknámsferðinni er lieitið suður á
bóginn.
Skólalíf allt er með likum hætti og undanfarið. í haust byrjuðu
nám 52 nemendur. Einn hvarf frá námi fyrir jól, sökum vanheilsu,
en annar heltist úr Iestinni eftir nýár. ,.
J Guonx. Jonsson.