Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 25
BÚFRÆÐINGUHINN
23
lieilla fjalla. Meðal þeirra Baula við Norðurárdal og hnjúkar
í nágrenni hennar, Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi, Hlíðar-
fjall við Mývatn og Sandfell og Hvítserkur á Austfjörðum.
Talið er að á Austurlandi séu líparítmyndanir algengari en i
öðrum landshlutum. Alls liefur verið áætlað, að líparít nái
yfir um 0.8% af yfirborði landsins.
Frumsteinar í Iíparíti er feldspat tillieyrandi ortóklas-
flokki, eínkum sanidín (kalí-natrón-feldspat). Það er og
blandað frjálsum kvars og stundum glimmir, hornblendu o. fl.
Liparít er því miklu kvarsríkara en basalt, og einnig
til muna auðugra af kalí. Það er mjög breytilegt að útliti.
Liturinn oft hvítur, gulur, grár eða rauður með ýmsum blæ-
brigðum, jafnvel blandaður bláu. I sama bergi eða steinflís
ei' stundum ofið saman fleiri litum og liggja þeir þá oft í
flötum eða bylgjóttum lögum, svo sér í mjóar randir eða
bylgjulög á hliðum steinsins. Á einstaka stað, einkum i nánd
við gosstöðvar, hafa mislit kvarskennd lög lagzt i hringi hvort
utan yfir annað; sér þá í þverbrotssárið líkt og árhringa i
steingerðu tré, enda stundum verið villzt á þessu og fornum
viðarbútum. Að hörku og annari innri gerð er líparít einnig
mjög breytilegt. Það getur verið samfeilt og með dulkorna
gerð, annars staðar grófkorna og kleyft í flögur. Það getur
einnig verið eygt eða alsétt kornum, lint líkt og leir eða
með glerkenndum lögum og þá hart eins og tinna. H r a f n -
t i n n a og biksteinar eru sérstök afbrigði af líparít, sem talin
eru að hafi myndazt við hraða storknun.
Líparít hefur víða umbreytt þeim bergtegundum, sem það
kom í námunda við meðan það var að kólna, og samtímis
gosunum, og einkum í kjölfar þeirra, virðast hafa leitað
brennisteinsúrar gufur, sem hafa leystst i sundur og mynd-
breytt á ýmsan hátt bæði líparítinu sjálfu og nærliggjandi
bergtegundum. Það er því ekki óalgengt, að brennisteinskís
sé blandaður í líparítleir og nálægar sundurliðaðar bergteg-
undir og dálítill vottur af gulli hel'ur fundizt i slíkum mynd-
unum (Drápuhlíðarfjall). Þessi ummyndun bergsins hefur
svo aftur áhrif á mótstöðu þess gegn veðrun og hvern skerf
það leggur til jarðvegsmyndunar. Yfirleitt er líparít nokkru
auðveðraðra en basalt.