Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 89
BUFRÆÐINGURI N N
87
eðlilcgt. Um þétta verður þó sýrustigið eitt aðeins haft sem
hliðsjónar mælikvarði, að minnsta kosti þar til fjölmargar til-
raunir á margs konar jörð liafa aflað nægrar reynslu um
þetta. Eins og niálið nú liggur fgrir, virðist að ástæða væri til
l>ess við val á landi til bgggræktar, að snciða að öðru jöfnu
hjá jarðvegi, sem cr neðan við pH 5.8—6.0, enda má, sem betur
fer, gera ráð fyrir, að hlutfallslega lítið af þurrlendis jarð-
vegi og ræktargóðum mýrum fari ofan fyrir það sýrustig. Um
súrar mýrar gildir að öðru leyti sú almenna ræktunarkrafa,
að góð framræsla, endurtekin vinnsla og nægur áburður
dregur úr sýruáhrifum þeirra, þótt það virðist ekki alls staðar
koma miklu til leiðar til hækkunar á sýrustiginu. Þar er
kölkun eina róttæka lækningin.
•'i. Kalkmagn til sýrufarsbreytinga.
Það fer mjög eftir eðli og gerð jarðvegsins, hve mikið kalk
þarf til þess að koma til leiðar ákveðinni sýrufarsbreytingu,
verða því ekki gefnar um það fastar reglur. Samkvæmt fram-
angreindum tilraunum og ýmsum athugunum, sem höf-
undur hefur gert um það efni, hefur reynzt, að á þurrlendis-
jörð þurfi 4—6 tonn pr. ha af góðu fínmuldu áburðarkallti lil
þess að hækka jarðveginn um 1 stig. Þetta miðast við, að
kalkinu sé blandað sem jafnast til 15—20 cm dýptar. Mýra-
jörð hefur reynzt mjög misjafnlega kalkfrek að þessu leyti,
sum kemst af með svipaðan skammt og þurrlendisjörð, en
önnur reynd sýnishorn hafa þurft talsvert meira. Til kölk-
unar má einnig nota fínmulinn skeljasand. Af honum er all-
inikið efnismagn á Vestfjörðum og víðar. Meginefni hans er
kalsium karbónat, en í nokkuð torleystu formi. Þó hefur það
reynzt þannig, að ef nokkur sandkorn sáust í sýnishornum,
sem höfundi hafa verið send úr nágrenni skeljasandsmynd-
ana, þá reyndust þau, þótt mýrajörð væri, annaðhvort mjög
lítið sýrð eða um pH 7. Til kölkunar hefur höfundi reynzt,
að það þurfi rúmlega helmingi stærri skammt af fínmuldum
skeljasandi en af áburðarkalki, til þess að ná á fyrsta sumri
sams konar sýrufarsbreytingu í jarðveginum, en hann sælcir
sig þegar frá líður og endist sennilega miklu lengur en venju-
legt áburðarkallc, en það er talið að hafa áhrif í allt að 20 ár,
Eftir því sem sýrufari er háttað hér á landi, mun lítið um