Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 86
84
BÚFRÆÐINGURINN
2. Ræktunartilraunir við mismunandi lcölkun og sýrustig.
Um það hefur höfundur gert nokkrar athuganir, hvernig
þessar sýriustigstölur í hérlendum jarðvegi kæmu heim við
kalkþörf hans, eða hver árangur yrði að hækkuðu sýrustigi.
Þetta hefur verið gert með því að blanda jarðveginn kallci
og mynda þannig mismunandi sýrustig í smáreitum og ker-
um. Til tilraunanna hefur verið notuð hásýrð jörð og einnig
létt sýrðar jarðvegstegundir. Neðan greindar tölur og línurit
sýna árangur af ræktun byggs og blandaðra grastegunda í
liásýrðri mýrlendri jörð og við mismunandi kalkhlöndun og
pH tölu.
IJygg í hásýrðum jarðvegi.
pH .................. 4.6 4.7 4.8 5.1 5.5 6.0 6.5 6.9 7.2 7.3 7.5
Kalk, tonn pr. ha ... 0 1 '2 3 5 7 10 13 16 20 30
Hlutf.uppskera, hálmur 7.0 10.3 16.5 33.3 70.0 84.1 100 93.7 99.5 87.0 68.0
Hlutf.uppskera, korn. . 0 0 0 0 50.0 71.4 98.0 100 98.6 84.5 0
Gras í hásýrðum jarðvegL
pH .................. 4.8 4.9 5.0 5.2 5.7 5.9 6.3 6.7 6.9 7.2 7.6
Kalk, tonn pr. ha . . 0 1 2 3 5 7 10 13 13 20 30
Hlutfallsuppskera,
tveggja ára meöallal 48.7 54.3 67.2 70.1 83.2 96.0 99.8 100 98.9 94.3 79.3
Skýrast kemur uppskeruinismunurinn í ljós af meðfylgj-
andi línuriti yfir báðar tilraunirnar (bls. 85).
Tölur þessar og línurit sýna, að grasið hefur til muna meira
þanþol en byggið. Það gefur á ókölkuðu og við pH 4.8 urn
49% af fullri uppskeru, en byggið aðeins visin ýlustrá, sem
liggur við dauða. Byggkornin náðu enguin þroska fyrr en
komið var upp um pH 5.5 og þá aðeins mjög léleg að gæð-
um. Fulla uppskeru eða því sem nær, geíur grasið við
jiH 5.8—7.4, en byggið frá pH 6.2—7.2. Við hagfelldustu sýru-
stigin voru byggkornin mjög falleg og vel þroskuð. Vegna
þess, hve jörðin var sterksúr, þurfti óvenju stóra kalk-
skammta til þess að koma jörðinni upp í basislc eindahlul-
föll. Gæti átt sér stað, að mesta kalkmagnið hefði átt ein-
hvern þátt í því, að lækka uppskeruna svo snögglega, þegar
koinið var upp fyrir pH 7, en samkvæmt niðurstöðum ann-
ara tilrauna, er að neðan verður getið, þarf ekki stórum
kalkskömmtum að vera um að kenna, þótt strax færi að draga
úr vexti, þegar komið er upp i basisk eindahlutföll. Með gras-