Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 58
56
BÚFRÆÐINGURINN
sig því ofan til i jarðveginum, en mismunandi djúpt eftir næringar-
forða og loftræslu. Jafnvel í góðri jörð lækkar tegunda og ein-
staklingatala mjög mikið, úr því komið er niöur i 0,5 m dýpi. Þó
getur nokkur gróður átt sér stað i 2 m dýpt, en lengra niður er
hann talinn sjaldgæfur og mjög fáskrúðugur.
íslenzk málvenja hefur verið táknræn á þessa hluti löngu áður
en nokkur vissi deili á lifinu í jarðveginum. Hún kallar það „dauða
jörð“, þar sem jarðlag hefur verið fært ofan af eða jörð grafin upp
úr miklu dýpi. Nú er vitað, að slik jörð er venjulega dauð að
huldulífi, og hún reynist oftast s n a u ð að jurtagróðri, þar til
nægur áburður og landnám nýs huldugróðurs hefur jafnað sakirnar.
Hér á eftir skal svo nánar vikið að nokkrum atriðum, að þvi er
við kemur störfum og lifnaðarháttum þessara þriggja flokka huldu-
gróðurs, hvers út af fyrir sig.
1. Þörungar.
Jarðvegsþörungar eru ekki fjölskrúðugir að tegundum, en þeir
eru mikið til jafndreifðir um heim, samkvæmt þvi sem rannsóknir
ná. í enskum jarðvegi eru taldar 35 tegundir og alls munu þær ckki
þekktar miklu fleiri. Þeir geta bæði lifað i loftræstum jarðvegi og
þar, sem súrefnis er vant, enda halda þeir sig inest í rökuin jarð-
vegi, en eru viðkvæmir fyrir þurrki.
Ilelztu þýðingu þeirra i jarðveginum mætti innibinda í eftir-
farandi atriðum: 1) Að þeir vinna að sundurliðun hinna auðleyst-
ari lifrænu efna. 2) Að þeir leggja til við fráfall sitt hentugt fóður
fyrir bakteríur og sveppi og auka að öðru leyti lífræn efnasam-
bönd í jarðveginum. 3) Að þeir vinna súrefni, sem svo notast af
jurtarótum í illa loftræstum eða votum jarðvegi. Þetta gera þeir
ineð því að vinna kolefni úr kolsýru, en gefa meiri hluta súrefnis-
ins frjálst. 4) Að þeir eru taldir geta, þó í smáum stíl sé, unnið
nítrat úr jarðveginum og þannig hlaupið i kapp við jurtagróður-
inn. Hins vegar verja þeir það þá einnig fyrir útþvotti, og þar sem
þeir nota nítratið til þess að byggja upp iifræn N-efnasambönd i
sínu eigin frymi, skila þeir þvi aftur i auðleystuin samböndum að
loknu æviskeiði. 5) að einstakar tegundir, s. s. Chlorella, eru einnig
taldar hjálplegar í sambandi við ákveðna bakteríutegund (Azoto-
bacter) við að vinna köfnunarefni úr loftinu.
2. Sveppir.
Um siðustu aldamót voru fáar tegundir eiginlegra jarðvegs-
sveppa kunnar, en nú eru þær taldar um 250. Margir þeirra eru
cinfruma, en aðrir hafa skilvegg á milli fruma, sem þó líkjast hver