Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 64
62
BÚFRÆÐINGURINN
ára sjálfstæðu lifi
í jarðveginum, en
fer þá hnignandi
að orku til þess að
vinna N-efni. Al-
mennt hefur þvi
verið gert ráð fyrir
þvi, að rótarbalct-
eríur væru aðeins
þar til staðar i
jarðveginum, sem
belgjurtir vaxa, eða
hafa vaxið fyrir
ekki alllöngu síð-
an. Chr. Barthel,
próf. og forstöðu-
maður við aðaltil-
raunastöð Svía í
Stokkhólmi (Cen-
tralanstalten) sem
mikið hefur feng-
izt við rannsóknir
jarðvegsbakteria, er þó þeirrar skoðunar, að eins konar
óvirkur frumstofn að rótarbakteríum sé til staðar í flest-
um þeim jarðvegi, sem annars er hentugur bakteríulífi.
Byggir hann þetta á þeirri reynslu, að jafnvel þótt eng-
inn rótarhnúðamyndun sjáist á belgjurtum, þegar byrjað
er að rækta þær í jarðvegi, sem belgjurlir hafa ekki vaxið í
áður, þá kemur hún smátt og srnátt síðar, ef ræktuninni er
haldið áfram til langframa. Þessar frumstæðu bakteríur virð-
ast því þurfa að venjast belgjurtunum um lengri tíma, áður
en þær ná þroska til þess að hefja það samstarf, sem báð-
um dugir til framdráttar. Enn fremur er það svo, að bakteríur,
sem til langframa hafa vanizt ákveðinni belgjurtategund, reyn-
ast ófærar til samstarfs við aðrar tegundir, nema nærskyldar
séu. í samræmi við þetta er reynslan einnig sú, að þótt rótar-
bakteríurnar sem heild séu taldar til einnar tegundar (Bacter-
ium radicicola) þá greinast þær í marga stofna, sem hver um
sig hefur aðeins samstarf við ákveðnar tegundir belgjurta.
U. mijnd. Belgjurtarót með rótarhnúðum.