Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 91
BÚ F RÆ ÐIN G U R I N N
8í>
Samkvæmt þessu hefur jarðveginum verið skipt í þrjá aðal-
flokka: Sandjörð, leir- og moldarjarðveg, en í náttúrunni
er þessum jarðvegstegundum mjög víða margvíslega bland-
að saman og fara þá eðliseigindir jarðvegsins mikið eftir
því, hvernig blöndunarhlutföllin eru.
Þar sem getið er eðliseiginda jarðvegstegundanna í ýms-
um sérstökum samböndum í riti þessu og hverja þýðingu
blöndun þeirra hefur, verður hér aðeins drepið á helztu
skilgreiningu jarðvegstegundanna og séreinkenni.
á. Sandjörð. Sandur nefnist samsafn þeirra steinkorna,
sem eru frá 2—0.02 mm að stærð, en innan þessara tak-
marka er talað um grófsand, millisand og finsand. — (Berg-
molar frá 2—5 mm kallast möl, en sé stærðin þar yfir, þá
steinar eða grjót). — Svo jarðvegur sé rétt nefnd sandjörð,
er talið að hann eigi að innihalda um 70% og þar yfir af
sandi, en annars eru sandeinkennin mismunandi augljós
cftir kornstærð og því, hver blöndunarefnin eru. Eðli sand-
jarðar er að vera laus með litlu samliengi milli korna og
litla viðloðun, er þvi auðunnin. Hún bindur illa næringar-
cfni, vatn hripar fljótt í gegnum hana og hún dregur litið
af vatni upp frá undirlaginu. Iienni cr bví hætt við ofþurrk,
einkum i halla og þar sem grunnvatn er ekki þvi nær gfir-
borði. Þótt einhæf sandjörð hafi mikla ræktunargalla, cr
hún hæfilega blönduð mold eða leir, eða helzt hvoru tveggja,
mjög farsæ.l jörð til ræktunar.
h. Leirjörð. Samkvæmt eldri venjum voru öll bergkorn
undir 0,02 mnx stærð nefndur leir, eu í nýrri skilgreiningum,
sem nii eru að ryðja sér til riíms, eru liöfð sérstök nöfn á
kornstærðinni milli 0.02—0.002 mm og einungis það, sem er
þar fyrir neðan, nefndur leir. Þar sem við eigum engin nöfn,
sem notazt geti við þessa skiptingu, og að kornstærðin milli
0.02 og 0.002 hefur i för með sér ýmsa sams konar eigin-
leika og hinn fínni leir, skal ekki nánar farið xxt i þetta hér,
heldur nefna þessa kornstærðarflokka grófleir og fín-
1 e i r.
Svo að jarðvegur geli kallazt leirjörð, er talið, að hann
þurfi að innihalda 30% eða meira af leir, en því minna, sem
leirjörðin er blönduð öðrum efnum og því fínni, sem leirinn
er, þeim mun ákveðnara ber á leireinkennum hennar. Ein-
dregin leirjörð er gagnstæð sandjörð að eðliseinkennum. Hún