Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 83
BÚFRÆÐINGURINN
81
hversu auðveldara reyndist að rækta hér upp mýrajörð en víða
nnnars staðar.
Fyrstu athuganir um sýrufar iiér á landi mun hafa gert H. J. Hólm-
jarn efnafr. Rannsakaði hann 1920 30 sýnishorn, scm Valtýr Stefánsson
húfrk. hafði safnað og reyndust l)au flest lítið súr, en árangurinn ekki
hirtur i töluin. Næst var birt um sýrustig 25 sýnishorna, sem Trausti
Ólafsson efnafr. rannsakaði á árunum 1927—1928, flestum safnað af
Ouðmundi Jónssyni kennara, Hvanneyri. Reyndist mýrajarðvegurinn frá
I>H 4,50—6,45, en moldarjarðvegurinn pll 5,7—6,5. I>á birti danskur mað-
ur, dr. Mölholm-Hansen, 1930 ritgerð á ensku um gróðurfarsrannsóknir
sinar hér á landi og þar i 100 eindatölur frá ýmsum óræktuðum jarðvegi,
bæði frá heiðum og láglendi. Hann fann i þessum sýnishornum frá
pH 4,8—6,8. Árið 1933 fór höfundur ]>cssa kafla að fást við ]>essar rann-
sóknir. Hann hefur nú mælt, scin yfirlitsmælingar, um 2400 sýnishorn
víðsvegar að og af ýmiskonar jarðvegstegundum. Síðan þær atliuganir
hyrjuðu, hafa verið birtar neðangrcindar pH mælingar: Próf. Fr. Weis
18 sýnishorn, l'lest úr þurrlendisjarðvegi pH frá 5,4—7,0. H. Muus og
Hákon Bjarnason sliógræktarstj. 17 sýnishorn, flest úr Vaglaskógi pH 6,5
—7,6. F. Stecnbjerg deildarstj. við aðaljarðvegsrannsóknarstöð Dana og
Pétur Gunnarsson húfrk. 223 sýnishorn úr ýmiskonar jörð víða að af
landinu. Þeir fundu i tún-, móa- og leir-jarðvcgi frá pH 5,1—8,1 og i
mýrajarðvegi frá 5,1—7,5. Loks hcfur Iðnaðardeild Atvinnudcildar Há-
skólans rannsakað á þessu timabili eindatölur 1 nokkrum sýnishornum
og fundið í þeim, er birt hefur verið, frá pH 5,4—7,1.
Hér fer á eftir sundurliðuð skrá, eftir jarðlagi og eindatöl-
um, yfir þær 2400 yfirlilsmælingar, er höfundur hefur gert.
Þetta yfirlit sýnir, ásamt mælingum þeim,.sem getið er liér
að framan, að jarðvegur hér á landi er alls ekki svo súr, sem
ætla mætti. Meginhíuti þurrlendistúnanna er á pH-sviðinu frá
6—7 og því á því sýrustigi, sem yfirleitt er talið æskilegast
fyrir jurtagróðurinn. Raklendu túnin eru nokkru lægri, en þola
þó samanburð við akurlendi þeirra nágrannalanda, sem bezt
eru stödd með sýrufar. Mýrarnar eru talsvert súrari og nokk-
ur hluti þeirra sennilega um of, en sum sýnishorn úr þeim eru
þó með svo háum eindatölum, að slíks munu varla dæmi um
mýrajörð nálægra landa. Yfirleitt eru flatir flóar með flóa-
gróðri súrari en liallandi mýrar með kyngóðum starungs-
gróðri. Hversu árbaklcajörðin stendur hátt, einkum þar sem
jökulár flæða um, mun vera sérstakt hér á landi. Stendur það
eflaust í sambandi við leirinn, sem þeim berst ýmist beint með
jökulánum eða þá gamall jökulleir, sem ár og lækir ná úr
bökkum sínum, enda er það í samræmi við eðli ísaldarleirsins,
6