Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 156
154
B Ú F RÆ í) I N G U III N N
það allvel það sem það náði. En áður langt leið, bauð ég að
taka stund, eftir hverja messu, fyrir það fólk úr sókninni, er
æfa vildi sálmalög og taka svo þátt í kirkjusöngnum. Þessu
var af mörgmn tekið íneð mestu samúð og þökkum. Tók oft
allmargt af ungu fólki, konum og körlum, ]>átt í þessum æf-
ingum, enda hvatti margt af eldra í'ólki börn sín til að fá að
læra að syngja, og var þeim annt um, að árangurinn yrði sem
mestur. Man ég eftir einum öldruðum bónda þar í dalnum,
sem átti dóttur sína í þessum hóp, myndarlega stúlku. Hann
kallaði á mig afsiðis og mælti: „Ég ætla að biðja þig, góður-
inn minn, að láta ekki telpuna mína verða útundan í þessu.“
— Ég lofaði öllu fögru og kvaðst mundu gera mitt liið bezta
til þess, að hún fengi sinn i'ulia skerf. Brátt varð kirkjusöng-
urinn allgóður eftir ástæðum. Nokkrar stúlkur þar í dalnúm
voru sönghneigðar og höfðu góða rödd, og sumir skólapiltar
voru allgóðir söngmenn. Var oftast sungið með tveimur til
þremur röddum.
Hólakirkja hafði jafnan verið vel sótt, og þó öllu betur eftir
að orgelið kom, einkum af hinu yngra fólki. Á sumrin var oft
fjöldi utansóknar. Kom þá fyrir, að jafnvel Ö00—400 manns
sóttu kirkju. Var það hvorttveggja, að margir höfðu gaman
af að heyra þetta nýja orgel, enda var lika presturinn, séra
Zophonías, alkunnur lærdóms- og kenniinaður. Svo var það
líka siður hjá Skagfirðingum í þá daga að taka sér reiðtúra um
helgar. Var þá einatt stefnt heim að Hólum, fremur en annað,
einkum þegar þar voru messudagar.
Veturna 1890—91 og 1891—92 hafði „Söngfélag Hóla-
manna“ alltíðar æfingar. Æfði það ýms karlakórslög úr
Hörpuheftinu, sem kom út 1875, úr „De tusenhjems sange“ og
víðar að. Oft sungum við líka utan æfinga í okkar hóp og
fyrir þá, er nærstaddir voru og hlýða vildu. Einu sinni lögð-
um við af stað yfir á Sauðárkrók til að syngja þar. Var það
fyrir tilmæli Sigfúsar Sveinbjarnarsonar, sem j)á var þar verzl-
unarmaður, en síðar fasteignasali i Reykjavík. Hafði hann
ákveðið að flytja þar fyrirlestur og selja aðganginn. Viídihann
þá gæða fólkinu á söng oklcar um leið. Samkoman var fremur
fásótt. Daginn eftir ætluðum við að halda heim, en vorum
veðurtepptir. Báðu þá nokkrir þorspbúar okkur að syngja um
kvöldið. Buðust þeir til að sjá um liúsnæðið og annað, er með
þyrfti. Við sættuin þessu, og var þá talsvert fleira fóik en