Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 161
Stefnumörk í sauðfjárrækt.
Eftir Gísla Magnússon
I.
Með tvennum hælti er mikils vert um alla vöruvöndun:
Fyrst og fremst bætir hún hag framleiðandans, þannig, að
liann fær hærra verð fyrir sama vörumagn, eða einingu, en
ella. í annan stað fær hún hverjum manni siðferðilegt mark
til að keppa að — og má vera honum ósvikin uppspretta
innri gleði.
Vöruvöndun er því hvort tveggja í senn: efnahagsleg og
siðferðileg nauðsyn. Og þá er vel, þegar saman fer slíkt.
Hið fyrra er almenningi nokkurn veginn Ijóst — nú orðið.
Samskipti manna og þjóða hafa þrýst inn í meðvitund flestra
skilningnum á því, að hagkvæmast sé að gera hverja vöru
þann veg úr garði, að hún geðfalli kaupanda. Og kaupandinn
vill að öllum jafnaði gjalda þá vöru hæstu verði, sem helzt
skarar fram úr, jafnt að litlili sem gæðum.
Um hina siðferðilegu hlið þessa máls — uppeldisáhrif
vöruvöndunar — verður naumast hið sama sagt. En hér er
um mikið menningaratriði að ræða. Getur vart leikið á tveim
tungum, að mörgum manni sé eigi enn svo ljós þýðing þess,
sem skyldi.
Áður fyrr var enginn verðmunur á vörum gerr eftir mis-
munandi gæðum og útliti. Þá varð til sá hugsunarháttur, að
„allt væri nógu gott i andskotans kaupmanninn“. Þvílíkur
hugsunarháttur er siðspillandi. Og nú er hann langt að haki,
sem betur fer. Hann hvarf með afnámi einokunar og ósigri
erlendra selstöðuverzlana. — Nú vill enginn maður selja
svikna vöru. Og svo er fyrir þakkandi, að þar veldur meira
sómatilfinning og sjálfsvirðing heldur en óttinn við, að upp
komist svikin. Því ber og ekki að neita, að margur maður er
lengra kominn á leið en það, að liann láti sér nægja það eitt,
að hafa ósvikna vöru til að selja. Hann vill hafa vöruna góða.