Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 51
BÚFRÆÐINGURINN
49
vandfýsnir. Þannig getur, þrátt fyrir liæfilegan raka og loft-
ræslu, myndazt torfkenndur svörður á súrri jörð, líkt og á
raklendi væri. Ástæðan er talin sú, að sveppir eru orðnir þar
í meiri hluta. Þetta hefur greinilega komiS í ljós í hinni kunnu
tilraunastöð á Rothamsted. Þar hafa vissir grasreitir til fjölda
ára fengið sinn köfnunarefnisskammt sem brennisteinsúrt
ammoniak, aðrir reitir sömu tilraunar í ósúrum samböndum.
Jarðvegurinn í ammoníakreitunum er orðinn til muna súr og
ýmsar tegundir baktería alveg horfnar, en sveppir aðal huldu-
gróðurinn. Þar er líka grassvörðurinn orðinn seigur og tort'-
kenndur, en í hinum reitunum heldur hann sér í sams konar
ástandi og staðháttum hæfir eftir jörð og loftslagi.
d. Nægileg næríng
af basiskum efnum, s. s. karhónöt léttu málmanna, greiðir
mjög fyrir moldarmynduninni og beinir henni eftir hagfelld-
um leiðum. Sérstaklega eru kallcsambönd talin þar mikilsverð
og fosfórsýra er huldugróðrinum ómissandi. Basiskur stein-
efna forði er og nauðsynlegur til þess að afvirkja (neutrali-
sere) þá sýrumyndun, sem sundurliðuninni er samfara og
varna því þannig, að bakteríurnar driti til skaða í sitt eigið
hreiður, jafnóðum og þær vinna. Séu þessi steinefni til staðar,
myndast mjúk og lítið sýrð mold, en annars sækir hún í það
að verða meira eða minna súr og þá oft torfkcnnd, líkt og á
sér stað á votlendi.
Hér á landi hefur huldugróður-jarðvegsins mjög lítið verið
rannsakaður. Þó mun ekki að efa, að hér á landi eru til staðar
flestar hinar sömu tegundir hans og algengar eru annars
staðar, þvi að svo hefur reynzt, að þeim er mjög áþekkt dreift
um allan heim að undanteknum hálffreðnum heimskauta-
löndum. Hitt er annað mál, að vegna lofts- og jarðvegskulda
hér á landi, er mergð huldugróðursins í minna lagi, og af-
köst hans til muna hægari en í hlýjum löndum. Á þetta virð-
ist benda, hve mjög sækir hér i seiga grasrót jafnvel á
ræktargóðum túnum, þar sem aðstaða til moldarmyndunar
ætti að vera góð. Að það orsakast ekki af ofsýringu, leiða
sýrumælingar í Ijós, sem síðar verður getið. í þessu sambandi
er það eftirtektarvert, live seigur jarðvegur er sjaldgæfari á
sandkenndu og hlýju landi en hinu, sem er til muna moldar-
eða leirborið og þvi kaldara að eðli. Frá hreinu jarðræktar-
4