Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 166
164
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
kjötsmarkaðurinn virtist eigi gera næsta mikínn mun hold-
góðra skrokka og hinna, er rýrari voru. Frá honuni koinu
eigi kröfur um breytt og bætt sköpulag fjárins. Vöndun vör-
unnar var því að mestu fólgin í ineiri vandvirkni um með-
ferð og allan umbúnað. Stóð svo um hríð.
V.
Á árunum 1920—60 kom það æ betur í ljós, að markaður
fyrir saltkjöt í Noregi myndi eigi verða til frainbúðar. OIli
því hvort tveggja, að verðið var Iágt — og svo liitt, að æ
þrengdist um söluna fyrir sakir þess, að Norðmenn reru að
þvi öllum árum að verða sjálfum sér nógir um framleiðslu
kjöts. Því var það, að hafizt var handa um sölu á frosnu
kjöti til Englands. Englendingar eru, sem áður segir, kröfu-
harðir um kjöt. Þeir vilja ekki rýra skrokka né beinabera,
Iiryggháa né herðahvassa. Og þeir vilja ekki hafa fituna lag-
skipta, heldur dreifða, — þétt liold, en ekki laus.
Eigi þarf að efa, að á það beri að Ieggja alla áherzlu, að
breyta svo byggingu fjárins og eðli, að sem allra bezt verði
fullnægt þeim kröfum, er Bretar gera. Því að enda þótt ætla
megi, að útflutningur á kjöti minnki, en innanlandsneyzla
vaxi, mega það allir vita, að gerðar verða svipaðar kröfur.
Það er öldungis víst, að um smekk hafa íslenzkir neytendur
dregið dám af brezkum. Fyrir því mun og sú vara, sein raun-
verulega er bezt, jafnan verða metin mest og greidd hæstu
verði.
Enn kemur jiað til, að eimnilt þær kröfur, sem Bretar gera
um byggingarlag og lioldafar fjárins, eru nákvæmlega hinar
sömu, sem ýmsir hafa reynt og allir mega vita, að eru þær
einu réttu — ef menn á annað borð vilja að því keppa, að
liafa afurðagolt fé, auðvelt í fóðrun —• og fallega skapað.
VI.
Hér hnígur þvi allt til einnar áttar. Og víst er um það, að
þetta hefur margur maðurinn skilið, sem betur fer, og hagað
sér eftir því. Enda hafa afurðir fjárins farið bæði vaxandi
og batnandi, svo að jafnvel munar miklu suins staðar frá
því, sem áður var — fyrir 10—20 árum. Sá árangur hefur
náðst fyrir belri fóðrun, betra úrval og kynbætur.
Og þó fer því alls fjarri, að hér sé svo að unnið, sem efni