Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 157
BÚFRÆÐINGURINN
155
kvöldið áður. Lítið listrænt gildi mun söngur okkar hat'a haft,
en menn voru þá vægir í kröfum og bjargaði það okkur frá
öllu ámæli.
Málfundafélagið liafði fundi báða veturna, sem ég var nem-
andi skólans. Kennarar og fleiri heimamenn tóku oft þátt í
fundunum. Var þar margt og mikið rætt. í lok hvers fundar
var kosin undarbúningsnefnd fyrir næsta fund. Samdi hún
dagskrá lians og sá um málshefjanda livers uinræðuefnis.
Fundarstjórn og ritarastarfi var og þannig skipað, að sem
flestir piltar tækju þátt í því. Enda var það aðaltilgangur fé-
lagsins að veita æfingu í góðri fundarstjórn, flutningi mála o.
s. frv. Félagið hélt úli skrifuðu blaði. Ritstjórn þess annaðist
ritnefnd, sem kosin var og endurnýjuð á hverjum fundi. Blað-
ið gekk, a. m. k. stundum, um meiri hluta dalsins. Kennarar
skrifuðu oft í það og flutti það rnargar góðar greinar. Einu
sinni skrifaði Páll Ólafsson grein um ánamaðka og þýðingu
þeirra fyrir jarðræktina. Nafn Páls var ekki undir greininni,
og hugkvæmdist þá einhverjum náunga niður í dalnum að
reyna að telja mönnum trú um, að þetta væri samsetningur
Hólastráka til að sverta fólk; það vissu svo sem allir, að það
væri litið gagn i andskotans ánamaðkinum. En allt þeirra
moldarát, sem talað væri um, ætti auðvitað að vera sneið til
dalbúanna, til að sýna livað þeir væru gráðugir að gleypa i sig
alls konar slúðursögur og fávíslegan þvætting, mjökuðust svo
með það til næstu bæja og rumbuðu því þar úr sér. Fáir vildu
fallast á þessa útskýringu, og varð hún mörgum að hlátursefni.
Eilt af málefnum þeim, er málfundafélagið tók til með-
ferðar, var áfengisnautn og bindindisstarfsemi. Fyrir þess for-
göngu var „Bindindisfélag Hólamanna" stofnað 19. júlí 1891.
Voru þá samþykkt lög fyrir það. Samkvæmt 2. gr. var til-
gangur þess að útrýma nautn áfengra drykkja, fyrst og fremst
meðal lærisveina skólans og auk þess út á við, svo sem ástæð-
ur frekast leyfðu. Félagsmenn gátu allir þeir orðið, er fjar-
lægðar vegna treystu sér að sækja fundi félagsins og styðja
vildu tilgang þess. Fyrsta stjórn þess var: Kristinn Guðlaugs-
son, formaður, og Stefán Kristjánsson og Jónas Ásmundsson
(síðar hreppsstjóri í Suðurfjarðahreppi í Barðastrandars., nú
i Rvik) meðstjórnendur. Mun þetta hafa verið með fyrstu til-
raunum til skólabindindisfélagsskapar, el'tir það að bindindisr
hreyfingunum liér á landi lauk um miðja síðastliðna öld.