Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 110
108
BÚFRÆÐINGURINN
jarðvegsins gagnvart vatni, markar þá einnig afstöðu hans
gagnvart loftræslu og vísast því til þess, er í'raman greinir
um þau atriði. Þá er jörðin talin bezt hæf fyrir þurrlendis-
gróður, þegar um það bil helmingur holrýmis hans er fylltur
lofti, en hitt aðallega hárpípuvatni. Nemi loftrýmið ekki
10—15% af rúmmáli jarðvegsins, er það talið standa almenn-
um ræktunarjurtum fyrir þrifum.
Jarðloftið er blendingur venjulegs andrúmslofts og þeirra
lofttegunda, er lífið í jörðinni framleiðir. Aðalbreytingin er
þó sú, að kolsýrumagnið er aukið, en súrefni hefur eyðzt.
Köfnunarefnið er venjulega skammt neðan við venjuleg hlut-
föll. Þar, sem hörgull er á lofli til efnaskipta, getur jarðloftið
einnig blandazt nokkru af mýralofti, brennisteinsvatnsefni og
frjálsu vatnsel'ni. í efstu cm jarðvegsins er samsetning jarð-
loftsins vanalega nálægt því sama og andrúmsloftsins, en i
10—30 cm dýpi er einna algengast, að kolsýrumagnið sé 0.15—
0.65 rúmmáls %. I graslendi er það venjulega nolckru meira.
Lengra niður fer lcolsýrumagnið vaxandi, en súrefnið að sama
skapi minnkandi. Dæini eru til þess i heitu loftslagi og í mikið
áburðarblandinni jörð, að kolsýrumagnið hafi komizt upp i
10% og þar yfir.
E. J. Russell hefur samkvæmt nýlega gerðum rannsóknum hans
og annara, dregið saman neðangreindar niðurstöður um súrefnis-
og kolsýrumagn í 15—30 cm dýpi í ýmis konar algengum jarðvegi:
Súrefni og kolsýrumagn í jarðlofti rúmmáls °/o.
Jarðvegur Algeng sam- setning Fundið hæst og lægst
Súr- efni Kol- sýra Súrefni Kolsýra
Ræktað land, enginn búfjáráburður:
Sandjarðvegur 19.6 0.16 20.4—20.8 0.05—0.30
I.eirjarðvegur 20.6 0.23 20.0—20.9 0.07—0.55
Mýrajörð 20.0 0.65 19.2—20.5 0.28—1.40
Sendinn jarðvcgur, búfjáráburður . 20.3 0.61 19.8—21.0 0.09—0.94
Ræktað land óáborið 20.4 0.2 18.0—22.3 0.01 — 1.40
Ræktað land áborið 20.3 0.4 15.7—21.2 0.03—3.20
Graslendi 18.4 1.6 16.7—20.5 0.03—3.30
Til samanburðar andrúmsloftið .... 20.96 0.03 »