Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 131
BÚFRÆÐINGURINN
129
að væri að mér: „Farðu í Hólaskóla." — „Já, þar komstu ineð
•'það,11 hugsaði ég, og þar með var það afgert mál.
Um haustið brá ég mér snögga ferð vestur. Ég var gang-
andi, og hafði aldrei farið það áður. Ég hélt eins og leið ligg-
ur, vestur yfir Moldhaugnaháls, fram Hörgárdal, yfir Hjalta-
dalsheiði, niður Hjaltadal, heim að Hólum. 1 þetta fóru tveir
dagar, og var nú farið að skyggja. Ég vissi, að þar á staðnum
mundi ég engan þekkja. Ég var því til muna feiminn og
óframfærinn. Þegar ég kom, hitti ég tvo eða þrjá pilta úti.
Voru þar Þingeyingarnir Jón Marteinsson frá Bjarnastöðum
og Helgi Jóhannesson (pósts) frá Birnustöðum. Sýndust mér
menn þessir vænir á velli og' líklegir til að vera færir í flestan
sjó. En ég var þreyttur og feiminn og fannst ég nú minni og
lítilfjörlegri en nokkru sinni áður. Ég gerði orð fyrir skóla-
stjóra, þó með hálfum huga, taldi víst, að nú yrði þó enn þá
minna úr mér, er hann kæmi, þessi umtalaði strangleikamað-
ur. Bjóst ég við honum brúnaþungum, kaldranalegum og óþýð-
um í máli. En þar skjátlaðist mér. Hermann Jónasson kom
með bros á vörum, ljúfur og lítillátur, tók hlýlega í hönd mér
og leiddi mig i bæinn. Hann mun fljótt hafa séð, hvers þessi
óframlærni unglingur þurfti við. Fór hann með mig upp á
loft og inn í svefnherbergi sitt. Sátum við þar alllengi á tali
tveir einir. Leið mér nú hið bezta og fannst ég aftur lieldur
færast í aukana. Erindi mitt, um inntöku í skólann, var auð-
sótt mál. Kvaðst hann vona, að olckur tækist að láta skóla-
veruna verða mér að góðu gagni, sem undirstöðu að frekari
þroska, er eftirtelct, reynsla og áhugi gæti jafnan veitt hverj-
um manni í skóla lífsins. — Daginn eftir hélt ég svo af stað
heimleiðis, hress í huga og ónægður með árangur ferðarinnar.
Næsta vetur var ég á Geldingsá. Aðalvei'kið var vefnaður-
inn. Einnig tók ég til heyið fyrir kýrnar og gerði fleiri smá-
vik úti við. Svo las ég á kvöldin, þegar ég var háttaður, í bók
eða blaði. Um haustið keypti ég steinolíu á eina þriggjapela
flösku, bjó mér út týru úr blekbyttu, með mjórri pípu. Lét
ég hana loga á borðinu hjá mér, meðan ég las, án þess þó,
að hún ósaði, og olíuflaskan entist mér fram á útmánuði.
Fannst mér allt þetta hið ánægjulegasla líf.
Vorið 1890 varð ég samferða vestur góðum kunningja mín-
um, Jónasi Ásmundssyni frá Öngulsstöðum (föður dr.
9