Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 44
42
BÚFRÆÐINGURINN
Það hefur löngum ])ótt erfitt viðfangsefni að komast eftir þvi til
hlítar, hvernig sundurliðun silikatanna fer fram, cn samkvæmt
nýrri niðurstöðum er svo talið, að eindagreining (hydrolyse) eigi
meginþáttinn í sundurliðun þeirra, en hún er í því fólgin, að önnur
af vatnsefniseindum vatnsins eða vatnsefniseindir kolsýrunnar,
sem uppleyst er i vatninu, sameinist kísilsýring silikatsins, en
Josar um leið einhverja málmeind úr kristalkerfinu, sem þá jafn-
skjótt sameinast þeim hluta vatnssameindarinnar (OH) sem eftir
er eða sýrustofni (CO3) kolsýrunnar, sem uppleyst var í vatninu,
og myndar þá málmeindin ýmist lút eða karbónat eftir þvi, hver
sameiningin verður. Eftir því sem þessi efnaskipti ganga lengra
áleiðis, þá hrörnar kristalkerfi silíkatsins. Ivísilsýra sú, sem valns-
efniseindirnar hafa sameinazt, skilst smám saman frá i eins lconar
uppleystu ástandi, en dregst þó jafnóðum saman i hlaupkenndar
agnir, er geta borizt tii með jarðvatninu cða hópazt saman í stærri
heildir (myndlaus kísilsýra). Þær geta einnig sezt sem eins konar
húð utan um bergmolana og tafið þannig frekari upplausn þeirra.
Jafnframt því, sem þessu fcr fram, gengur að sama slcapi á málm-
eindir silíkatsins, cn misjafnlega hratt eftir tegundum, langhægast
eyðist járn og alúmín. Mikill hluti þessara torleystu sambanda,
ásamt nokkru af kísilsýrunni, verður þvi eftir sem hinn óuppleys-
anlegi hluti viðkomandi steintegundar (Forvitringsrest). Þessi
veðrunarafgangur eftir fullleyst berg getur verið svo fíndeildar
agnír að stærð þeirra er talin frá 1—100 /w/U) og þær geta haldizt
á svifi í jarðvatninu, en flokkist þær saman og setjist að, mynda
þær leirkennt efni (jarðleir), oftast eitthvað járnblandað, sem í
sinni hreinustu mynd er nefnt kaólin (H4AI2SÍ2O9).
Hafi frjáls kísilsýringur (= kvars) verið til staðar í hergteg-
undinni, eins og venjulega er um gra'nit, gneis og fleiri fornar
bergtegundir, þá verður hann eftir, að mestu ósnertur af veðr-
unaröflunum, sem smákvarsstcinar eða kvarskorn í jarðveginum.
Þar, sem jarðvegurinn myndast að miklu úr slíkum bergtegund-
um, sækir hann í það horf að fyllast óleysanlegum kvarskorn-
um, en leysanlegum bergkornum hans fækkar þá að sama skapi.
Þær breytingar, er þannig fara fram, eru svo inargþættar, að
þær verða ekki skýrðar að ráði með efnatáknum. Hér skal aðcins
tekið dæmi um hið einfaldasta byrjunarstig þessarar sundur-
liðunar, og það aðeins miðað við einn af málmunum i sambandi )
við kísilsýruna.
1) Aðeins vatn tekur þátt í eindagreiningunni:
NatSiOs-f 2011^+ 2H+= 2NaOH -f- HtSi03.
NaOH er uppleyst í jarðvatninu og eindað i Na+-f OH_f\
1) n (lesið mý) eT='lu>ot úr mm, nn þvi '11000000 úr mm.