Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 55
BÚFRÆÐINGURINN
53
og verður þó valkösturinn svo margfaldur, að sleipt finnst í spori
lyrst á eftir. Við rotnun allra þessara milljóna niður í jarðveginn
myndast auðleyst næringarefni, er auka grasvöxtinn að mun, ef
mývarginum slær niður á hentugum líma. Gróðurauka af þessum
ástæðum nefna Mývetningar „vargtöðu“.
Flestir munu hafa veitt því eftirtekt, að síðla sumars leggst
stundum eins konar slæða úr örfínum silfurlitum jjráðum víða
um jörð. Efnið er svo fíngert, að glit þess greinist aðeins undir
sál að sjá, en þó svo þétt ofið, að tengt er nær hverju strái. Hjúp-
ur þessi er nefndur „vetrarkvíði“, og hann vefur smávaxin
köngurlóartegund mcð þvi að spinna og láta þræði sína berast
íyrir blænum strá frá strái. Afköst þessara iðnu dýra gefa hug-
•nynd um hvílíkur urmull er hér að verki og það þvi frekar, sein
vefur þessi er cndurnýjaður eftir örfá dægur, Jiótt hann hafi með
öllu eyðilagzt i stormi eða rigningu. Engin athugun mun liggja
lyrir um liað, hverja Jiýðingu leifar allra Jiessara dýra hafa fyrir
jarðveginn, en ekki væri ólíklegt, að áhrif Jieirra beindust i
sömu átt og vargsins við Mývatn, Jiótt i svo smáum stíl sé, að Jivi
öafi ekki verið veitt sérstök eftirtekt.
Ormarnir hafa þó mesta þýðingu til umbóta jarðvegin-
11 m og er þar ánamaðkurinn stórvirkastur. Hann er tal-
Jnn mathákur mikill og leggur sér jafnt til munns nýjar
jurtaleifar, moldarefni, sem lengra eru komin áleiðis i um-
I'reytingu og jafnvel smásandkorn. Fæðu sinni sliilar hann
svo betur sundurliðaðri og auðleystari en áður, og sandkornin
líogjast og smækka um leið og þau ganga gegnum hann. Hann
losar jarðveginn og viðrar, með þvi að grafa ofari í hann 1—2
ui djúp göng og álmur út frá þeim í mismunandi dýpi, jafn-
framt blandast jarðvegurinn við þetta umrót, og oft dregur
hann ofan í holurnar jurtaleifar frá yfirborði. Úrgangsefni
fæðunnar notar ánamaðkurinn til þess að klæða með holur
sínar, en nokkru af þeim skilar hann alveg upp á yl'irborð og
hlaðast þannig upp dálitlar hrúgur kringum holuopin. í hæfi-
lega rökum, moldarefnarikum og frjóum jarðvegi geta ána-
maðkar skipt mörgum þúsundum á dagsláttu og eru þá furðu
áthafnamiklir. Darvvin vakti fyrstur athygli á því, hve geysi-
mikið efni flyttist gegnum ánamaðkinn og upp á yfirborð
jarðvegsins. Taldi hann það geta numið fullu 8 mm þykku
lagi um árið og vega um 6000 kg á dagsláttustærð. Þótt þessar
alhuganir Darvvins hafi síðar verið staðfestar og aðrir jafnvel
fundið hærri tölur, mun slik maðkaveita vera fremur sjald-