Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 147
B Ú F R Æ f) I N G U H I N N
145
J)ó í yfirfrakka og hámn stígvélum. Annars hvárf Páll venju-
lega frá skólanum að loknu vorprófi og uppgjöri búreikning-
anna, sem hann vann jafnan að. — Vorið 1891 ætluðum við
piltar að gera mikið og bæla úr sundlaugarskortinum. Hlóð-
um við heilmikinn garð yfir Jivera lág ínilli tveggja hryggja.
Landinu hállaði dálítið að garðinum, og gat þannig af nátt-
úrunnar hendi verið aðhald að vatninu á þrjá vegu. Þetta var
ulan við túnið, nálægt svo nefndu KoIIugerði. Við fullgerð-
um garðinn seinl á laugardagslcvöldi. Vórum við þá svo bráð-
látir að fá vatnið í sundlaugarstæðið, að því var Jægar hlejrpt
þarigað, J)ótt garðurinn væri ósíginn. Vatnsaðrennslið var
lítið, og töldum við að ekki mundi veita af nóttirini til að
fylla pollstæðið. Var Jiví haldið heim til að hvíla lúin hein, en
ráðgert að vakna snemma á sunnúdagsmorguninn og fá sér
liressandi bað. Sunnudagsmorguninn rann svo upp, heiðskír
með hlýjum sunnan andvara. Tveir piltar lögðu af slað kl. G
lil að forvilnast um, hvað vatnið væri orðið djúpt. En þeir
komu brátt aftur með þær furðulegu fréttir, að dýpið væri
haría lílið, og meiri hluti garðsins væri horfinn af sinum
stað, en efni hans væri á víð og dreif niður um Víðineseyrar.
Hafði pollstæðið þá því nær fyllzt um nóttina og vatnið
sprengt garðinn, eins og vænta mátti. Þóttu þetta hin verstu
tiðindi. Var þó lálið við svo búið standa.
Að vetrinum höfðum við piltar oft stundarfrí í rökkrinu,
áður en Ijós voru kveikt. Söfnuðumst við J)á einatt saman
uppi á svefnloflinu eða í annarri hvorri kennslustofunni. Þá
var sungið eða sagðar sögur. Skólastjóri álti oft góðan J)átt í
þessum rökkurstundum. Hafði hann jafnan frá ýmsu að segja,
sem allir vildu heyra. Oft var það um fjárleitir úr Þingeyjar-
sýslu, hriðarbyíji og þrekraunir, furðanlega greind sauðkinda,
hunda og hesta og J)ví um líkt, eða J)á smáskritlur, útlendar
eða innlendar. Frásögnin var jafnan látlaus og lifandi; gætti
ofl hæglátrar kímni eða glettni, ef tilefni gafst. Stundum
voru ræddir kaflar úr íslendingasögunum. Minnist ég J)ess,
að einu sinni varð það að samkomulagi að hver og einn slcrif-
aði á blað nafn þeirrar sögupersónu úr Laxdælu, er hann
dáði mest. Ekki man ég til, að Hermann skólastjóri viki
nokkru sinni að dulrænum efnum, sem síðar gætti J)ó svo
mjög í ritum hans.
Einn af vinnumönnum skólabúsins hét Gunriar, —- föður-
1 o