Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 122
120
BÚFRÆÐINGURINN
vegi, hve mikið hann inniheldur af járni og alúmín, ásamt
lalsverðu af auðleystri kísilsýru. Þetta er í samræmi við upp-
runa hans og hve auðveðraðar íslenzku bergtegundirnar eru.
Af þessu, ásamt miklu moldefnamagni, leiðir svo aftur hitt,
að hann er óvenjulega svifefnaríkur, heldur miklu af loftraka- ^
vatni, leiðir og rúmar vel hárpípuvatn og hefur yfirleitt mikið
efnageymslueðli. Þannig fann M. Grúner að fokjörð úr Eyja-
firði batt 4.31% sem loftrakavatn og gat haldið í sér 51.84
rúmmáls % af hárpípuvatni. Sömu tölur fyrir túnmold voru
10.30 og 65.20%. Hvorttveggja eru háar tölur miðað við jarð-
vegstegundir. Hinn kunni jarðvegsfræðingur Dana, próf. Fr.
Weis, tók hér fyrir rúmum tug ára 18 sýnishorn af jarðvegi og
rannsakaði þau á ýmsan hátt. Voru sýnishornin lir margs
konar jörð, allt frá gróðurlausum melum til eindregins mýra-
jarðvegs. Hann fann að þessar jarðvegstegundir bundu frá
2.07—15.83% loftrakavatn, er benti til þess, að jafnvel mela-
jarðvegurinn hefði nokkurt svifefnamagn, en hinar jarðvegs-
legundirnar væru svifefnaríkar. Til nánari rannsókna uin
þetta notaði Weis súrt ammoniumoxalat, en svo er talið, að
í því Jeysist lítið annað af járni, alúmín og ldsilsýru en jiað, u
sem er í svifefnasamböndum. Niðurstaðan varð sú, að af
heildarmagni þessara efna í hverju jarðvegssýnishorni fyrir
sig, þá leystist: Af járni 3.20—12.29%, alúmín 1.87—11.19%
og kísilsýru 1.41—5.14% eða samtals, þegar öll efnin eru tekin
i heild frá 6.88—27.30%. Efnageymslueðli jarðvegssýnishorn-
anna var einnig rannsakað. Táknað með hlutfallstölum komu
lít frá 4.54—36.95, mismunandi eftir tegund jarðvegsins.
Sömu tölur fyrir danska úrvals moldjörð, er notuð var til sam-
anburðar, var aðeins 21.0—21.71.
Niðurstöður þessara rannsókna uin íslenzkan jarðveg telur
próf. Weis mjög góðar, samanborið við hliðstæðar rannsóknir
hans og annara á erlendum jarðvegi og í sambándi við þær
farast honum svo orð: „Sé litið á hinar háu tölur, er tákna
magn þessara sambanda1) og þó einkum uppleysanlega kisil-
sýru, þá er ekki minnsti vafi á því, að hér er um mjög fín-
gerðan (dispers) jarðveg að ræða, jarðveg sem liefur mikla
„vfirborðsþenslu" (Overfladeudvikling) og samsvarandi „að-
1) í>. e. járns, alúniíns og kísilsýru.