Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 137
BÚFRÆÐINGU R I N N
135
Var það víðast svo í sveitum norðanlands á þeim árum.
Kaffi var venjulega ekki drukkið nema um hádegið. Mat-
reiðsla var öll hin bezta, enda var ráðskonan þessi ár frú
Elísabet Knudsen frá Höfnum (móðir sr. Lúðvígs, er síðast
var prestur að Breiðabólsstað) — hin mesta gáfna- og mynd-
arkona. Þó kom það fyrir, að piltar þóttust eitthvað liafa
að kæra viðvíkjandi matnum, og fannst þá — eins og títt
er um óþroskaða unglinga — að þeir gera sig meiri menn
með því, að „láta ekki bjóða sér allt“ eins og það var orðað.
Man ég eftir einu smávægilegu en broslegu atviki í þessa átt:
Það kom alloft fyrir, að miðdegismaturinn var baunir með
kjöti. Einhverju sinni höfðu þær litilsháttar festst við pott-
inn, svo að brunabragð fannst að þeim. Þótti sumum piltum
það ekki sæma, að sér væri boðið slikt. Varð það að sam-
komulagi mikils meirihluta að borða aðeins kjötið, en láta
baunirnar sigla sinn sjó. Voru þær þá aftur bornar af borð-
inu, og var svo ekki meira um það þann daginn. Næsta dag
voru sömu baunirnar hitaðar upp og framreiddar. Fór þá
allt á sömu leið. Báru nú sumir sig allborginmannlega og
töldu það ekki vert að gera sér allt að góðu, og einhver var
svo lærður í danskri svínarækt, að hann hafði orð á því, að
hér væri um sæmilegt svínafóður að ræða, en tæplega manna-
mat.
Þessa dagana hafði skólastjóri ekki borðað með okkur. En
þegar við höfðum ráðstafað baununum þennan dag, þá
gengur hann i stofuna. — „Og þið kváðuð ekki geta borðað,
piltar góðir“, sagði hann. „Við borðum ekki skemmdan
mat,“ var svarað. „Ég hef nú borðað mig vel saddan af þess-
um svokallaða skemmda mat“, mælti skólastjóri. „Það kem-
ur okkur ekki við“, sagði sá, er fyrir svörum varð. „Ekki
það“, mælti skólastjóri, og þyngdist nú heldur brúnin. „Ef
til vill keinur það þá ykkur við, þegar ég nú segi ykkur það
hreint og beint, að hér er um hrottaskap, hótfyndni og
heimsku að ræða af ykkar hendi. Ykkur skal gefast tæki-
færi til þess að reyna að rökstyðja það, að maturinn i gær
og i dag hafi verið óboðlegur vegna óhollustu og skorts á
nýtilegum næringarefnuin. Þið vitið það vel, að matreiðslan
hér er að jafnaði mjög sómasamleg og að það er aðeins
óveruleg misfella, sem nú hefur átt sér stað, sem heita má,
að valdi því einu, að gera matinn tæplega svo ljúffengan