Búfræðingurinn - 01.01.1943, Page 137

Búfræðingurinn - 01.01.1943, Page 137
BÚFRÆÐINGU R I N N 135 Var það víðast svo í sveitum norðanlands á þeim árum. Kaffi var venjulega ekki drukkið nema um hádegið. Mat- reiðsla var öll hin bezta, enda var ráðskonan þessi ár frú Elísabet Knudsen frá Höfnum (móðir sr. Lúðvígs, er síðast var prestur að Breiðabólsstað) — hin mesta gáfna- og mynd- arkona. Þó kom það fyrir, að piltar þóttust eitthvað liafa að kæra viðvíkjandi matnum, og fannst þá — eins og títt er um óþroskaða unglinga — að þeir gera sig meiri menn með því, að „láta ekki bjóða sér allt“ eins og það var orðað. Man ég eftir einu smávægilegu en broslegu atviki í þessa átt: Það kom alloft fyrir, að miðdegismaturinn var baunir með kjöti. Einhverju sinni höfðu þær litilsháttar festst við pott- inn, svo að brunabragð fannst að þeim. Þótti sumum piltum það ekki sæma, að sér væri boðið slikt. Varð það að sam- komulagi mikils meirihluta að borða aðeins kjötið, en láta baunirnar sigla sinn sjó. Voru þær þá aftur bornar af borð- inu, og var svo ekki meira um það þann daginn. Næsta dag voru sömu baunirnar hitaðar upp og framreiddar. Fór þá allt á sömu leið. Báru nú sumir sig allborginmannlega og töldu það ekki vert að gera sér allt að góðu, og einhver var svo lærður í danskri svínarækt, að hann hafði orð á því, að hér væri um sæmilegt svínafóður að ræða, en tæplega manna- mat. Þessa dagana hafði skólastjóri ekki borðað með okkur. En þegar við höfðum ráðstafað baununum þennan dag, þá gengur hann i stofuna. — „Og þið kváðuð ekki geta borðað, piltar góðir“, sagði hann. „Við borðum ekki skemmdan mat,“ var svarað. „Ég hef nú borðað mig vel saddan af þess- um svokallaða skemmda mat“, mælti skólastjóri. „Það kem- ur okkur ekki við“, sagði sá, er fyrir svörum varð. „Ekki það“, mælti skólastjóri, og þyngdist nú heldur brúnin. „Ef til vill keinur það þá ykkur við, þegar ég nú segi ykkur það hreint og beint, að hér er um hrottaskap, hótfyndni og heimsku að ræða af ykkar hendi. Ykkur skal gefast tæki- færi til þess að reyna að rökstyðja það, að maturinn i gær og i dag hafi verið óboðlegur vegna óhollustu og skorts á nýtilegum næringarefnuin. Þið vitið það vel, að matreiðslan hér er að jafnaði mjög sómasamleg og að það er aðeins óveruleg misfella, sem nú hefur átt sér stað, sem heita má, að valdi því einu, að gera matinn tæplega svo ljúffengan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.