Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 182
Frá bændaskólanum á Hólum.
Kennslan.
Kennarar liafa verið liinir sömu og að undanförnu og kennsla
með líkum liætti.
Nemendur.
Haustið 1942 komu 32 nemendur í skólann, 19 í eldri deild og 13
í yngri deild. Nokkrir nemendur, sem höfðu fengið veitingu fyrir
skólavist, komu ekki og tilkynntu ekki forföll fyrr en komið var
fram að skólasetningu og sumir aldrei. Slíkt er mjög bagalegt og
mikil vanræksla. Þeir nemendur, sem komu, voru úr eftirtöldum
sýslum og kaupstöðum: Eyjafjarðarsýslu 8, N.-ísafjarðarsýslu 4,
Skagafjarðarsýslu 3, Árnessýslu, A.-Húnavatnssýslu, N.-I>ingeyjar-
sýslu og S.-Þingeyjarsýslu 2, N.-Múlasýslu, Rangárvallasýslu, Dala-
sýslu, Snæfellsnessýslu, Mýrasýslu, S.-Múlasýslu, Siglufirði, Seyðis-
firði og Neskaupstað 1.
Félagsskapur, íþróttir og skemmtanir.
Málfundafélögin tvö, Málfundafélag Hólaskóla og Málfundafélag
Hólasveina, liafa starfað með svipuðum hætti og áður. í Málfunda-
félagi Hólaskóla cru nemendur og aðrir heimilismenn. Það hélt
fundi annan hvern laugardag og kvöldvökur annað hvert sunnu-
dagskvöld. Það sá enn fremur um útgáfu „Skólapiltsins“. Hann var
lesinn upp á kvöldvökunum.
Málfundafélag Hólasveina, sem nemendur eru i, hélt fundi á
sunnudögum. Þátttaka nemenda var góð í fundahöldunum. Þeir
fluttu allir mál á fundunum og tóku þvi allir til máls og flcstir oft.
íþróttafélag var stofnað í skólanum i janúar 1942. Það sér um
alla íþróttastarfsemi innan skólans, aðra en leikfimi. — Knatl-
spyrnunámskeið var haldið i janúar og fyrstu dagana í febrúar.
íþróttasamband íslands lagði til kennarann. Þátttaka í námsskeið-
inu var ágæt og árangur góður. Er það mikið að þakka áhuga og
iðni Axels Andréssonar, hins ágæta knattspyrnuþjálfara. — Glímu-
námskeið stóð yfir 3ja vikna tíma í febrúar. Kennarinn var frá
íþróttasambandi íslands, glímusnillingurinn Kjartan Bergmann Guð-
jónsson. Margir skólapiltar tóku þátt í glímunni og fengu leikni í
brögðum. í námskeiðslok var glimt um glímuskjöld Hólaskóla, sem