Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 49
BUFRÆÐINGURINN
47
Fyrsta sundurliðunar stigið eru svo nefndir „Peptónar“, er síð-
an breytist fljótlega í ýmsar tegundir aminósýra. Jafnframt
þessu, og eftir þvi hverjar tegundir huldugróðurs eru að verki,
myndast einnig ýms daunill efni s. s. indól, skatól (þekkt
scm aðallyktarefni mannasaurs), fenól, edikssýra o. fl. Að end-
ingu sundurliðast svo N-samböndin i sín upphaflegu ólífrænu
efnasambönd, svo að lokaþátturinn verður ammóniak, (sem
svo breytist í saltpéturssýru) kolsýra, frjálst vatnsefni, fr jnlst
köfnunarefni og brennisteins og fosfórsambönd. Séu sundur-
liðunarskilyrðin ekki því hagstæðari, tekur það þó langan tíma
að sundurliðunin verði svo algjör. Nokkuð af ófullleystum N-
samböndum helzt því eftir í jarðveginum og tekur þátt í mold-
arefnum hans. Þannig eru kjarnahlutar (Nucleoprotein) N-
sambanda taldir mjög torunnir, sumir þeirra ganga óleystir
gegnum húsdýrin og haldast lengi óleystir í jurtaleifum og
áburði. í þeim er dálítið af fosfórsýru.
Tréni jurtanna (Cellulose) er einna torleystast af sam-
böndum þeirra. Við hentuga aðstöðu er þó talið, að úr því
vinnist svo nefnd c e 11 o b i o s e og úr því svo aftur sykur-
kennd efni, er gerast áfram og mynda lífrænar sýrur, gasteg-
undir, kolsýru og vatn. Svipað fer einnig um lignin og
pektínefni jurtanna. Pektínefni eru sérstök uppáhalds-
fæða heybaktería og verða þvi fljótt fyrir ágangi þeirra. Sund-
urliðun þessara kolvetnissambanda jurtanna er þó venjulegast
svo hægfara, að þau lcggja mest af mörkum til moldarefna
jarðvegsins og mgndunar moldarsýra. Leifar þeirra dekkjast á
lit, því eins og við hægan bruna gengur einna minnst á kol-
efnið. Moldarefnin eru þvi kolefnisríkari en hinn upphaflegi
gróður, er þau hafa myndazt af.
2- Aðstaða til moldarmgndunar.
Nú skal nánar vikið að hinum helztu ytri kjörum, sem mestu
ráða um starf huldugróðursins og þá um leið hraða og allri
þróun moldarmyndunarinnar.
a. Hiti.
Engar tegundir huldugróðurs eru starfhæfar meðan hiti
jarðvegsins er neðan við frostmark. Aðeins nokkrar, þar á
meðal þær, sem fást við tréni plantnanna, taka til starfa
strax og þitt er orðið. Fleiri bætast við þegar hitinn er kominn