Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 126
124
BÚFRÆÐINGURINN
djúp bylting á landi orðið þar til jarðvegsbóta vegna þess,
að við það næst í efnaanðugri jarðveg upp til yfirborðsins.
Hvernig þessu efnasigi er varið í íslenzkum jarðvegi hefur
saina og ekkert verið rannsakað. Engar efnarannsóknir munu
vera til af lokræsavatni, en að því leyti, sem efnamagn hefur
verið rannsakað í ám og lækjum (sjá P. E.: Vatnsmiðlun).,
þá bendir það til þess, að talsvert losni hér af efnum úr jarð-
veginum, þótt það kunni að vera minna, einkuin af köfnunar-
efni og kalki, en víða annars staðar. Hins vegar bendir ýmis-
legt til þess, að í hlutfalli við upplausn steinefna í íslenzkum
jarðvegi, þá muni efnageymsla hans vera það trygg, að minni
bætta sé á gagngerðum útþvotti í efsta laginu en víða annars
staðar. Þær fáu efnarannsóknir, er gerðar hafa verið hér á
jarðvegi úr mismunandi dýpi, hníga í þessa átt. Þar virðist
enginn verulegur munur vera á sleinefnahlutföllum, hvort
tekið er úr 0—40 cm eða 40—80 cm dýpi, þótt eins og eðlilegt
er, að köfnunarefnið fari frekar minnkandi eftir því, sein
dýpra dregur.
Þá virðist einnig, að í hérlendum jarðvegi beri hlutfallslega
lítið á skiptingu jarðvegsins í fyrrgreind A og B lög eða það,
sem nefna mætli efnarýrð og efnaaukin lög, nema þá helzt i
léleguin flóum. Þó finnst vottur af aurhellu í einstaka holti,
og rauðarákir, sem sums staðar eru nokkra cm djúpt í mýr-
um, mun mega heimfæra til þessarar efnatilfærslu. Enn má
geta í þessu sambandi nokkurra sýrufarsrannsókna, er höf-
undur hefur gert á ýmis konar jörð og i mismunandi dýpi.
Samkvæmt þeim mælingum, sem sérstaklega liafa verið gerðar
í þessum tilgangi, liefur sýrustigið að meðaltali reynzt þannig:
Jarðvegur Tún Móar Valllendi Mýrar
í 0—4 cin dýpi pH 6.22 6.45 5.73 5.98
- 60 — — — 6.06 6.87 6.16 5.60
Mismunur pll . , . . -í-0.16 + 0.42 + 0.43 -:-0.38
Þótt þessar mælingar séu allar gerðar í Húnavatnssýslu,
þá benda þær þó eindregið til þess, að hér á landi gildi alls
ekki sú regla um liækkandi sýrustig með vaxandi dýpi, sem
algeng er erlendis. Munurinn hér er lítill og óreglulegur, jafn-
vel er það einna algengast í mýrum, að sýrustigið fari frem-
ur lækkandi ineð vaxandi dýpi. Sennilega stendur þetta sum-
part í sambandi við hóflegt úrkomumagn, sumpart i sambandi
við efnageymslu jarðvegsins. Mál þetta bíður frekari rann-