Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 50
48
B Ú F R Æ Ð I N G U H I N N
upp um 5° C, en kjörhiti flestra tegunda er frá 25—35° C.
Sumar þeirra þola og jafnvel framleiÖa sjálfar miklu hærra
hitastig (hiti í haugum og heyi). Af þessu leiðir, að sundurlið-
un lifrænna efna i jarðveginum verður miklu örari í eðlishlýj-
um jarðvegi en eðlisköldum og að hún verður því fullkomnari, )
sem lönd eru lieitari; gengur það jafnvel svo langt, að i heit-
um löndum geta mjög lítil moldarefni safnazt saman annars
staðar en þar, sem votlendi hindrar starfsemi huldugróðursins.
b. Hæfilegur raki og loftræsla
er þýðingarmikið atriði við moldarmyndunina. Nokkur hluti
huldugróðurs er þó svo gerður, að honum héntar bezt að þurfa
að brjóta efni sér til súrefnisneyzlu, en forðast hins vegar
það súrefni, sem berst með lofti niður í jarðveginn. Slíkar
tegundir liuldugróðurs kallast loftfælnar (anaerobic) til
aðgreiningar frá hinum, sem ekki geta verið án súrefnis lofts-
ins og kallast loftsælnar (aerobic). 1 skrælþurri jörð
leggst huldugróðurinn í dvala, en sé hún svo þétt, að loft
komist ekki ofan í hana eða svo blaut, að það sé útilokað af
þeim orsökum, þá verður inoldarmyndunin allt önnur og
hægari en þar, sein er hæfilegur raki og loftræsla. Á þessum
stöðum verður loftfælni huldugróðurinn einn um hituna og
þá oft sveppir í ineiri liluta. Jurtaleifarnar leysast öðru vísi
og mjög takmarkað. Gerðin hægir fljótt á sér og stendur ná-
lega í stað svo öldum skiptir. Það myndast mýraloft (CH4)
og mikið af sýrum. Önnur efni, þar á meðal járnsambönd,
geta afsýrzt vegna súrefnisneyzlu huldugróðursins og myndað
óholl efnasambönd. Loks verður árangur moldarmyndunar-
innar seigt torfkennt efni, er síðar getur orðið að rnó. Hverju
ioftræsla og hæfilegur raki keinur til leiðar sést hins vegar
þar, sem grasrótarjörð er plægð og unnin á hæfilega þurru
landi. Eftir 2—3 ár eru seigar grassvarðartægjur molnaðar
niður, og geta þá myndað hina frjóustu gróðrarmold. Eins fer
um þurrkað og unnið mýrlendi, það myldist smátt og smátt ,
vegna breytts og aukins huldugróðurs, þótt það gangi að vísu
iniklu seinna en ef um valllendisjörð er að ræða.
c. Sýrustig jarðvegsins
hefnr nokkur áhrif á moldarmyndunina. Margar bakteríur
starfa bezt í lítt súrri jörð, en sveppir eru yfirleitt ekki eins