Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 177
BtJFRÆÐINGURINN 175
Búnaðarfélag Islands ........................ kr. 700.00
Kaupfélag Skagfirðinga ........................ — 600.00
Búnaðarsaniband Skagfirðinga ................. —- 200.00
Samtals kr. 1500.00
Má því segja, að allir þessir aðiljar hafi sýnt lofsverðan skiln-
ing á málinu.
Til þess að slíkar tamningastöðvar sem þessi nái tilgangi
sínum, verður að staðbinda þær til margra ára og leggja all-
inikið i koslnað til vinnusparnaðar. Má þar til nefna örugga
girðingu (helzt 2—3 hólf), góða hestarétt með áföstu hest-
húsi o. fl. Mun þetta, samfara stórhækkandi kaupgjaldi,
liafa ráðið mestu uin, að B.s.S. sá sér ekki fært að þalda
áfram með stöðina, að svo stöddu. Var þvi samið við Kristján
Karlsson, skólastjóra á Hólum í Hjaltadal, um að þangað
yrðu teknir allt að 20 hestar til dráttartamningar vorið 1942.
Skyldi B.s.S. leggja til einn mann, sem með aðstoð skóla-
pilta og annara staðarmanna ynni með hestunum. En svo
undarlega brá við, að aðeins tveir menn sóttu um að koma
sínum folanum livor í slíka tamningu. Sýnir það betur en
nokkuð annað, að Skagfirðingar leggja aðaláherzluna á, að
liestarnir séu gerðir bandvanir og mýktir til reiðar. Enda er
þá komið yfir örðugasta hjallann, og nokkurnveginn ljóst,
hvað í folanum býr.
Þótt ekki verði sagt, að þessi fyrsta tilraun á sviði félags-
legra hóptamninga hafi að öllu leyti svarað tilgangi sinum,
gaf hún margháttaðar bendingar um, að slíkar stöðvar eigi
í náinni framtíð að koma í öllum hrossaflestu héruðum
landsins. En þó sérstaklega þar, sem mikil hestasala er til
annarra héraða.
F'ari svo, að reynl verði að afla islenzka hestinum álits
meðal annarra þjóða, er það nauðsyn, sem ekki verður und-
an komizt, að hver einasti einstaklingur verði reyndur og
dæmdur, hliðstætt þvi sem hér var gert, og aðeins fyllilega
nothæfir gallalausir gripir sendir úr landi.
í janúar 1943.
(). II. J.