Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 165
BÚFftÆÐINGUR ÍNN
163
dfsöltunar, heldur var og verkun J>ess og meðferð öll hin
hörmulegasta framan af árum lengi vel. Sláturhús voru engin
til. Fénu var lógað á hlóðvelli, ýmist lieima — og kjötið flutt
á klökkum — eða á hafnarstað, hverju sem viðraði. Hrein-
læti varð engu við komið, enda eigi svo mjög um slíka hluti
liirt.
Meðan svo fór fram um verkun og vöndun kjötsins og eigi
komu, af hálfu káupenda, beinar kröfur um aðra og betri
liáttu og meiri vörugæði, var eigi við góðu að búast. Var
þvílíkt ástand eigi til þess fallið, að hvetja menn til almennra
átaka í sauðfjárrækt, —- átaka, er að þvi beindust fyrst og
fremst, að fá ekki aðeins sem mestar, heldur — og alveg
sérstaklega — sem allra beztar afurðir. Of margir hugsuðu
mest um það, að hafa höfðatöluna sem hæsta, en minna um
hitt, að hvert liöfuð færði eiganda sem mesta ánægju og arð.
IV.
Með tilkomu sláturhúsanna, er reist voru allvíða á fyrsta
tug þessarar aldar, varð á mikil breyting. Höfðu margir
fundið sárt til þess, hversu hraklega var með dilkakjötið
farið, og vildu freista að ráða hætur á. Varð það úr, að Her-
mann Jónasson, fyrrum skólastjóri á Hólum, fór utan árið
1904, þeirra erinda, að kynna sér sem bezt allt það, er að salt-
kjötssölu laut. Skyldi hann síðan leggja á ráð uin það,
hverju helzt bæri að breyta, ef liefja mætti saltkjöt, sein
söluvöru, úr þeirri niðurlægingu, er það hafði í verið frá upp-
hafi. :
Sá varð inestur árangur af för Hermanns, að sláturhús
voru reist viða um land. Jafnframt gerbreyttist meðferð
kjötsins og verkun. Mátti nú meira hreinlæti við lcoma, svo
að betur var við hæfi vörunnar. Þá var og, samkvæmt ráð-
um Hermanns, farið að salta kjölið minna en áður var venja.
Enn kom það til, að sett voru, nokkrum árum síðar, hin
fyrstu fyrirmæli'um kjötmat.
Þetta voru stórum mikilsverðar breytingar. Þær liöfðu
gagngerða þýðingu fyrir alla verzlun með aðalsöluvöru ís-
lenzkra bænda, dilkakjötið. Hins vegar megnuðu þær ekki
að knýja fram þær umbætur í fjárrækt, að af þeim leiddi
aukin eðlisgæði sjálfrar vörunnar, kjötsins, svo að til veru-
legra drátta væri. Og fór þar allt að eðlilegum hætti. Salt-