Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 179
BÚFRÆÐINGURINN
177
slikum söfnum fyrir svo sem 20—Ö0 árum. Þá var mikið til
af inunum, sein nú munu nær ófáanlegir. Tönn eyðileggingar-
innar og klær einstakra kaupahéðna, bæði innlendra og út-
lendra, hafa séð fyrir því.
Ein betra er seint en aldrei. Enn er mikið tii af gömlum
munum, sem byggðasöl'nunum henta, og sem menn vonandi
vilja Játa af liendi til varðveizlu þar, og til sýnis lcomandi
Ivynslóðum — því það er nokkurn veginn öruggt, að ef eklci
verður nú þegar bafizt handa um söfnun þessara muna, þá
verða þeir fyrr en varir eyðileggingunni að bráð. Rúmfjalir
lilskornar, lýsislampar, askar og ýmsir útskornir munir, sem
nú er farið að nota sem skartmuni í skrautsölum borganna,
geymast Iíklega lengst, en glatast þó áreiðanlega og gleymast
að iokum. Þess vegna iná ekki dragast neitt með stofnun
byggðasafnanna.
Það er þetta fyrst og fremst, sein byggðasöfnin eiga að
gera: að varðveita gamla muni svo að þeir glatist ekki né
gleymist.
En þau gera einnig annað og meira. Þau veita fræðslu um
lífsháttu þjóðarinnar á liðnum timum. Hver einasti þáttur
þjóðlífsins á að sjást þar og verða glöggur fyrir gests aug-
um þeim, er kunna að líta það á komandi timum
Grasljárinn íslenzki, bundinn við orfið með ólarspotta,
mykjukvíslin, kláran og hrosshausinn settur á skaft, og
þannig notaður sem ávinnslutæki, pállinn og rekan, og fleiri
þess háttar munir, gel'a manni dálitla hugmynd um, hve
hörð og örðug lífsbarátta þjóðarinnar hefur oft lilotið að
vera, þar sem hún hefur orðið að vinna hörðum höndum
ár og eindaga með ekki betri tækjum.
ílát í búri og skála sýna viðleitni þjóðarinnar til þess að
liafa björg í búi. Þótt það af eðlilegum ástæðum brygðisl
tíðum, þá var það ekki af því, að forsjálni væri ekki fyrir
hendi.
Vinnutæki og ýmsir iðnmunir við hvert rúm í baðstofunni
og annars staðar í bænum bera vott uin iðni, hagleik og feg-
urðarkennd.
„Bækur i liúsinu", eins og það er stundum orðað í sálna-
registursbókunum, hæði prentaðar og skrifaðar, fræða um
menntunarástand og trúarlíf fyrri tíma.
Fiðlci eða langspil á veggnum yfir fátæklegasta rúminu,
12