Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 134
132
B Ú F RÆ Ð I N G U R I N N
langt. Þar voru fjögur rúm, og sváfu þar nokkrir skólapiltar.
Stigi var úr Hvítustofu upp í þetta herbergi. Næst var lítið
herbergi. Það var íbúð kennara. Engar dyr voru á milli þess
og piltaloftsins. Næst var „Miðbaðstofan". Þar voru 4 eða 5
rúm. Þetta var íbúð vinnufólks og kaupafólks. Sváfu þar bæði
konur og karlar um nætur, og stundum 2 eða 3 skólapiltar,
ef þröngt var annars staðar. Vóru helzt til þess valdir ])eir,
er þekktir voru að sæmilegri siðsemi! Upp í Miðbaðstofuna
vúr stigi úr eldhúsinu. Þá var lítið herbergi, með einu eða
tveimur rúmum. Þar voru stúlkur, sem voru of forframaðar
til að sofa innan um fólkið í Miðbaðstofunni. Loks var svo
enn lítið herbergi, sem stóð á „bálki“. — Hafði það verið reist
í tíð séra Benedikts Vigfússonar fyrir Jón son hans og konu
hans, Sigriði Halldórsdóttur, (systur síra Björns i Laufási).
Síðar — 1854 — var reistur sérstakur bær fyrir þau. Var
hann alltaf kallaður Nýibær. — En nú var Bálkherbergið
svefnherbergi þeirra lijóna, Hermanns skólastjóra og Guð-
rúnar Snæbjörnsdóttur.
Um heildarlengd þessara tveggja langhúsa man ég ekki
með vissu, en hygg að hún hafi verið um 26 álnir og her-
bergið sem stóð á „bálka“ að auk.
Loks var þriðja langhúsið, en nokkru styttra en hin.
Minnir mig, að það væri hliðstætt við Kvarnarskálann og
gamla eldhúsið. í það var gengið úr gamla eldhúsinu. í því
var þilskilrúm, sem skipti því i tvennt. Var annar. hlutinn
nefndur Fremrabúr, en hinn Innrabúr, eða Mjólkurskáli. í
Fremrabúrinu var geymdur venjulegur búrmatur, en Innra-
búrið var einkum fyrir mjólk.
„Nýibæririn", sem stendur enn, mun vera með sömu húsa-
slcipun og áður, er því óþarfi að lýsa honum. Árin, sem ég var
á Hólum, var ekki búið í lionuin á daginn. En um nætur sváfu
nokkrir skólapiltar — og stundum vinnumenn — í baðstof-
unni og stofunni. Enginn var ofninn og aldrei hitað upp. í
vetrarfrostum var því oft kalt að hátta á lcvöldin. Mundi sá
aðbúnaður þykja aumur nú á dögum. Veturinn 1891—1892
sváfum við Aðalsteinn Halldórsson frá Ytri-Tjörnum í Eyja-
firði — síðar tóvélastjóri á Oddeyri — í stofurúminu. Það
var lokrekkja, og byrgðum við hana að fullu, þegar við voruni
háttaðir. Hlýnaði þá fljótt, enda höfðum við oftast ljós um
stund. En við ylinn suddaði loftið mjög yfir rúminu, því það