Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 7
I. Árferði og almenn afkoma.
TíÖcirfarið á árinu 1946 var samkvæmt skvrslu Veðurstofunnar
yfirleitt hagstætt. Loftvægið var um meðallag. Meðalhiti ársins var
um 1° yfir meðallagi. (Hér og hér á eftir er meðaltal hitans miðað
við 30 ára meðaltal: 1901—1930, en hefur áður verið miðaður við
50 ára meðaltal 1873—1922). Sjávarhiti við strendur landsins var
rúmlega 1° yfir meðallagi. Úrkoma var um 20% umfram meðallag.
Veturinn 1945—1946 (des.—marz) var yfirleitt hagstæður, snjóléttur
og mildur. Hiti var rúmlega 1° yfir meðallagi og' úrkoma um meðallag.
Vorið (apríl—maí) var frekar hagstætt, sérstaklega í maí. Hiti var
um 2° vfir meðallagi og úrkoma um 40% umfram meðallag. Sumarið
(júní—sept.) var frekar hagstætt framan af, en tíð var heldur stirð í
september; kom þá talsverður snjór norðan lands og fjallvegir teppt-
ust. Hiti var um meðallag og úrkoma um 10% umfram meðallag. Sól-
skinsstundir í Reykjavík voru 42 fleiri en meðaltal 20 sumra. Haustið
(okt.-—nóv.) var milt og hagstætt. Hiti var um 2° yfir meðallagi og úr-
koma um 40% umfram meðallag. Hagar voru mjög góðir og' snjólag
minna en venjulega, nema á stöku stað á Norðaustur- og Austurlandi.
Þar var meiri snjór en venjulega síðara hluta hausts.
Enn var þetta ár hagstætt atvinnuvegum landsmanna, að því er
snerti verðlag á útflutningsafurðum og' sölu þeirra. Innan lands var
atvinna meiri og viðskipti fjörugri en nokkru sinni fyrr, og munu
heildartekjur þjóðarinnar i krónum aldrei hafa nuinið jafnmiklu. En
jafnframt þessari velgengni seig meira og meira á ógæfuhlið í gjald-
eyrismálum þjóðarinnar, og voru horfur í því efni orðnar mjög
iskyggilegar í árslok. A kaupgjaldi varð almennt ekki mikil breyting,
cn til nokkurrar hækkunar það, sem var. Skömmtun stríðsáranna, sem
aldrei var ætlað annað en girða fyrir hamstur, var í ársbyrjun búið
að afnema á öllum nauðsynjum öðrum en sykri og erlendu smjöri.
Hélzt sykurskammturinn óhreyttur, 4 xf> kg á mann á ársfjórðungi,
en skammtur hins erlenda smjörs nam 1 kg á mann á ársfjórðungi.
Framfærslukostnaður fór enn nokkuð hækkandi, þrátt fyrir áfram-
haldandi niðurgreiðslur landbúnaðarafurða lir ríkissjóði. Verðlags-
visitalan var 285 í janúar (miðað við 100 á fyrsta ársfjórðungi 1939),
en 306 í desember. Meðalverðlagsvísitala ársins var 292,8, en 277,3 á
næst liðnu ári.
Flestir héraðslæknar geta með almennum orðum eindæma góðrar