Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 117
115
17. Reglugerð uin áhættuiðgjöld og flokkun starfa og starfsgreina
samkvæmt 113. gr. laga nr. 50 1946, um almannatryggingar (nr.
167 21. desember).
18. Samþykkt um lokunartíma rakarastofa í Reykjavík (nr. 171 21.
desember).
19. Auglýsing um nýja lyfsöluskrá (nr. 174 30. desember).
20. Reglur um útbúnað skipa (nr. 178 31. desember).
Forseti staðfesti skipulagsskrá fyrir eftirtalda sjóði til heilbrigðis-
nota:
1. Skipulagsskrá Líknarsjóðs Snæfjallahrepps (nr. 31 8. febrúar).
2. Skipulagsskrá fjnir Minningarsjóð Þórleifar Kristínar Sigurðar-
dóttur ljósmóður (nr. 63 17. apríl).
3. Skipulagsskrá Sængurkvennasjóðs Saurbæjarhjónanna (nr. 87
27. maí).
4. Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð systkinanna Hildigunnar Þor-
steinsdóttur og Friðþjófs Þorsteinssonar (nr. 105 11. júlí).
5. Skipulagsskrá fyrir Verðlaunasjóð Gunnars Hafberg (nr. 119 15.
ágúst).
6. Skipulagsskrá fyrir Verðlaunasjóð Friðriks Halldórssonar. loft-
skeytamanns (nr. 120 20. ágúst).
7. Skipulagsskrá fyrir Hjúkrunarsjóð Hornafjarðar (nr. 134 17.
október).
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu kr. 10760022,94
fáætlað hafði verið kr. 10216817,00) og til félagsmála kr. 13357705.10
(7472125,00), eða samtals kr. 24117728,04 (17688942,00). Á fjárlög-
lun næsta árs voru sömu liðir áætlaðir kr. 11631819,00 + 23632690,00
= kr. 35264509,00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Læknar, sem lækningaleyfi hafa á íslandi, eru í árslok taldir 185,
þar af 162, sem hafa fast aðsetur hér á landi og tafla I tekur til. Eru
Þá samkvæmt því 819,4 íbúar um hvern þann lækni. Búsettir erlendis
eru 14, en við ýmis bráðabirgðastörf hér og erlendis 9. Auk lækn-
anna eru 24 læknakandídatar, sem eiga ófengið lækningaleyfi. ís-
lenzkir læknar, sem búsettir eru erlendis og ekki hafa lækningaleyfi
hér á landi, eru 7.
Tannlæknar, sem reka tannlæknastofur, teljast 19 (þar af 1 læknir),
°n tannlæknar, sem tannlækningaleyfi hafa hér á landi, samtals 22,
l*ar af 3 búsettir erlendis. íslenzkir tannlæknakandídatar, sem eiga
ófengið tannlækningaleyfi, eru 4.
Á læknaskipun landsins urðu eftirfarandi breytingar:
Þorsteinn Sigurðsson cand. med. & chir. ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknisins í Stórólfshvolshéraði frá 1. febrúar að telja til 20.
apríl; ráðningin staðfest 28. febrúar. — Bjarni Konráðsson cand. med.
& chir. ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Seyðisfjarðarhéraði
írá 1. marz að telja; ráðningin staðfest 11. marz. — Henrik Linnet