Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 215
213
Stórólfshvols. Garnaveiki í sauðfé hefur gert hér töluverðan usla
í utanverðri sýslunni, og hefur sauðfé fælckað allverulega sums staðar
af þeim orsökum.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Læltnar láta þessa getið:
Akranes. Mestar framfarir til almenningsþrifa á árinu voru hafnar-
bætur þær, sem framkvæmdar voru. Voru keypt 4 steinker frá Eng-
landi til þess að lengja hafnargarðinn, og er hvert þeirra 62 m á
lengd og 13 m á breidd, en 12 m á hæð. Hefur einu kerinu þegar verið
sökkt. Þá voru og keypt 2 ferjuskip, ætluð til að fara yfir Hvalfjörð.
Voru þau notuð til malarflutninga í hafnargarðinn. Þá hefur bærinn
ráðið garðyrkjuráðunaut, sem jafnframt er umsjónarmaður Garða-
lands. Virðist vera að vakna áhugi manna á því að þrífa og prýða
í kringum hús sín.
Borgarnes. Héraðinu bættist á þessu ári skip, ca. 100 smálesta Sví-
þjóðarbátur, að öllu vel búinn.
Stykkishólms. Fullgerð hefur verið rafstöð fyrir kauptúnið. Fólk
á nú að geta fengið rafmagn til eldunar, auk ljósa, fyrir 50 aura kw.-
stundina. Hús og vélar munu kosta um 700 þúsundir króna. Haf-
skipabryggjan var að nokkru leyti endurbyggð á árinu, og kostaði
verkið um 500 þúsund krónur. Byrjað var á vatnsleiðslu ofan úr
Drápuhlíðarfjalli. Það er um 11 km vegalengd. Það, sem þegar hefur
verið unnið, kostar um 800 þúsund krónur. Gera má ráð fyrir, að
vatnsleiðslan niður að kauptúninu muni lcosta um 1 milljón króna,
er henni er lokið. Er þá eftir leiðslan um bæinn og öll skolplögn.
Verkinu verður haldið áfram í sumar. 2 nýir bátar komu hingað í
kauptúnið á síðast liðnu sumri. Þeir eru 55 og 90 smálestir að stærð
og smíðaðir í Svíþjóð. 1 Grafarnesi var nokkuð unnið að hafnarbótum
og bryggjan lengd. Útgerð er þar allmikil, og línuveiðari var keyptur
þangað á árinu. Um samgöngumál þessa héraðs má geta þess, að nú
er lokið veginum yfir Kerlingarskarð, og hefur sá vegur reynzt ágæt-
lega að vetrinum. Bifreiðar hafa farið hann allan veturinn og' áætl-
unarferðir ekki fallið niður, það sem af er vetrar.
Reykhóla. Byrjað var lítils háttar á undirbúningi til að koma upp
fyrirhuguðu tilraunabúi á Reykhólum.
Þingeyrar. Lokið var við nýja og' mjög góða hafskipabrygg'ju á
Þingeyri á árinu. Skolpræsi er frá flestum húsum í kauptúninu.
Vatnsleiðsla er engin fyrir allt þorpið, en húseigendur, einn eða fleiri
saman, hafa byggt sér brunna uppi í hlíðinni fyrír ofan plássið og
leitt vatnið þaðan heim. Vatnið er mjög gott, en getur orðið af skorn-
Um skammti i þurrkasumrum.
Flateyrar. Togarinn Þór var keyptur til staðarins til þess að fiska
fyrir íshúsin og auka á þann hátt atvinnuöryggi verkafólks, því að
undanfarin ár höfðu sannað mönnum það áþreifanlega, að smábát-
arnir eru eklci þess umkomnir að tryggja fólki atvinnu vetrar- og
haustmánuðina. Skipið reyndist illa vegna vælbilana, og tapaðist á út-
gerðinni, en atvinna varð meiri í landi en nokkurt annað haust um
langt skeið. Þrátt fyrir ólán skipsins mun þessi rekstraraðferð hafa