Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 31
29
aðsbúar, sem ekki tóku hana, og var því nokkuð sjúkhalt sumar-
mánuðina. Lítið var um fylgikvilla, en þrálát gat hún verið í sum-
um og snúizt upp í lungnakvef, ef ógætilega var farið.
Pcitreksfi. í marz og maí taldi ég nokkur sjúkdómstilfelli vera in-
flúenzu, en þegar aðeins er um fá tilfelli að ræða, er erfitt að greina
á milli hennar og slæmrar kvefsóttar.
Þingeyrar. Skráðir 9 i maí (auk 35 í febrúar í tíð annars læknis).
Ef til viil hafa tilfellin verið fleiri, því að kvef náði fram í maí, og er
oft erfitt eða ómögulegt að greina á milli.
Flatcyrar. Barst hingað í febrúarmánuði, en var væg og fylgikvilla-
laus.
tsafí. Faraldur í marz—maí. Var væg á bæjarbúum, en þyngri á
fólki í nærsveitunum, sérstaklega þeim, sem ekki höfðu fengið kvefið
i janúar og fyrr um veturinn.
Ögur. Kom í Reykjarfjarðarhrepp í marz—-apríl. Hún lagðist þungt
á fólkið á nokkrum bæjum, sérstaklega þar sem kvefið hafði ekki
komið áður.
Hólmavikur. Kom hingað í maí, um þáð leyti er sjómenn komu
heim. Náði hámarki í júní (þó færri skráðir þá en í maí), en fór síð-
an smáminnkandi.
Hvammstanga. Faraldur í marz. Barst inn í héraðið með stúlk-
um úr Staðarhreppi, sem fóru skemmtiför til Reykjavíkur. Barst um
Staðarhrepp og Ytra-Torfustaðahrepp, en ekki teljandi annars stað-
ar. Mátti heita væg.
Blönduós. Barst inn 1 héraðið í aprílbyrjun. Var væg og takmörk
milli hennar og kvefsóttar nokkuð á reiki. Faraldur þessi var um
garð genginn í júní.
Sauðárkróks. Kemur hér í apríl og breiðist talsvert út. Er viðloða
fram eftir maí. Var væg.
Akuregrar. í apríl, maí og júní, en ekki mun inflúenza þessi hafa
verið sérstaklega slæm, enda lítið um fylgikvilla.
Grenivíkur. Barst hingað síðara hluta maímánaðar og var við-
loðandi þar til síðast í júní. Var yfirleitt væg, en þó fóru sumir illa
út úr henni.
Breiðumýrar. Töluverður faraldur í maí og júní.
Þórshafnar. Stakk sér niður fyrra hluta sumars, en mjög væg.
Vopnafí. Inflúenza barst hingað með vertíðarfólki um miðjan
maímánuð. Gekk sem faraldur, en var mjög væg, svo að læknis var
ekki vitjað nema tii fárra sjúklinga. Alvarlegra fylgikvilla varð ekki
vart.
Egilsstaða. Barst hingað fyrst í júní á nokkra bæi. Breiddist lítið
út, en tók hvert mannsbarn, þar sem hún kom. Kom síðan aftur í
nóvember og hagaði sér eins. Fóllc reyndi að verja sig fyrir henni
eftir megni með þeim árangri, að hún dó fljótt út í bæði skiptin.
Seyðisfí. Talin hafa stungið sér niður frá því í apríl og fram í
júlí. Engir fylgikvillar.
Hafnar. Væg flenza, ef til vill innflutt frá Eng'landi, en vera má,
að hún hafi og komið að austan, land- eða sjóveg, eða frá Reykjavík
í lofti, á legi eða láði. Ef til vill væri kvef réttnefni. 14. marz fór ég