Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 130
128
2. Heilsuvenidarstöð ísafjarðar.
Berltlavarnir. Rannsóknir alls 1520 á 1344 manns, þar af nýir
447. Reyndust 37, eða 2,8%, hafa virka berklaveiki. 9, eða 0,7%, höfðu
smitandi berklaveiki. Skyggningar 1337. Röntgenmyndir 18. Loft-
brjóstaðgerðir 17 á ótilgreindum fjölda sjúklinga. Berklapróf 78.
Blóðsökksrannsóknir 29. Hrákarannsóknir 35.
3. Heilsuverndarstöð Siglufjarðar.
Berklavarnir. Rannsóknir 1006 á 891 manns. Reyndust aðeins
19, eða 2,1%, hafa virka berklaveiki. 4, eða 0,4%, höfðu smitandi
berklaveiki. Undir eftirliti í árslok 120. Aðrar upplýsingar ekki fyrir
hendi.
4. Heilsuverndarstöð Akureyrar.
Berklavarnir. Rannsóknir 2023 á 1019 manns. Reyndust 69,
eða 6,8%, hafa virka berklaveiki, 6, eða 0,6%, höfðu smitandi berkla-
veiki. Skyggningar 1838. Röntgenmyndir 18. Loftbrjóstaðgerðir 296
sinnum á 28 sjúklingum. Berklapróf 630. Blóðsökksrannsóknir 505.
Hrákarannsóknir 45. Undir eftirliti í árslok 120.
5. Ileilsuverndarstöð Seyðisfjarðar.
Berklavarnir. Ótiltekinn fjöldi rannsókna á um 140 manns.
Beyndust 19, eða 13,6%, hafa virka berklaveiki, þar af 9, er komu í
fyrsta sinn til skoðunar. Ótilekinn fjöldi loftbrjóstaðgerða á 8 sjúk-
lingum. Berklapróf á ölluin börnuni í læknishéraðinu. Aðrar upplýs-
ingar ekki fyrir hendi.
6. Heilsuverndarstöð Vestmannaeyja.
B er k 1 a var nir. Rannsakaðir alls 1005, þar af nýir 242. Reyndust
28, eða 2,8%, hafa virka berklaveiki. 6, eða 0,6%, höfðu smitandi
berklaveiki. Skyggningar 816. Röntgenmyndir 2. Loftbrjóstaðgerðir
60 á 3 sjúklingum. Berklapróf 1338. Blóðsökksrannsóknir 80. Hráka-
rannsóknir 23. Undir eftirliti í árslolt 325.
Ungbarnavernd. Stöðin starfaði allt árið að undanteknum
sumarmánuðunum júní—september. Nýjar heimsóknir 72 barna.
Endurteknar heimsóknir 96 barna. Hjúkrunarkonan fór 1 74 heim-
sóknir út um bæinn. Lítils háttar beinkramarmerlti fundust á 14 börn-
um. Ljósböð fengu 147 börn.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Hjúkrunarfélag' Ólafsvíkur hélt starfi sínu áfram líkt
og áður með því að aðstoða fólk í veikindum, og voru milli 60—70
vökunætur hjá einum sjúklingi. Hefur félagið nú ráðizt í að kaupa
röntgentæki (styrklaust). Sjúkrasamlög starfa í Breiðuvík og á Hellis-
sandi, en endanlegri stofnun Sjúkrasamlags Ólafsvíkur frestað að
fullu vegna nýju tryggingarlaganna.
Búðardals. 1 sjúkrasamíag hér starfandi, Sjúkrasamlag Laxdæla.
Patreksfj. 2 sjúkrasamlög starfa í héraðinu: Sjúkrasamlag Patreks-
fjarðar og Sjúkrasamlag Tálknafjarðar.