Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 53
51
lioea, flest innlendir sjómenn, sem komu með þetta frá Englandi. 1 út-
lendur sjómaður var með sýfilis.
Bíldudals. Engir lekandasjúklingar skráðir í héraðinu á árinu, en
nokkrir utanhéraðssjúklingar munu hafa Ieitað til mín um lyf. 1 mað-
ur er skráður með syphilis tertiaria (ekki á mánaðarskrá), sæmilega
hraustur og vinnufær, en sljór og hálf utan við sig.
Þingeyrar. Ekki orðið var við kynsjúkdóma í héraðinu.
Flateyrar. Unglingur sýktist af lekanda. Reyndist hann hafa smitazt
af stúlku, nýkominni úr Reykjavík. Lengra varð sú saga ekki rakin.
ísafj. Aðeins getið lekanda. Allt þó aðkomið, og tókst fljótt að upp-
ræta veikina. Þó verður nú oftar en áður að grípa til myglulyfsins, því
að fleiri og fleiri stofnar virðast verða ónæ:nir fyrir sxilfalyfjum.
Blönduós. Varð aðeins vart, því að 1 innanhéraðsmaður lagði sér til
lekanda í ferð til höfuðstaðarins. Honum batnaði fljótlega við súlfalyf.
Sauðárkrólcs. Enginn sjúklingur með lekanda. 2 sjúklingar með lues
secundaria, hjón, er fluttust hingað frá Reykjavík á árinu.
Iiofsós. Ekkert tilfelli á árinu.
Ólafsfj. í júní skrásetti ég mann, heimilisfastan hér, með ulcus
inolle. Hafði hann verið í siglingum. í einni ferðinni kom skipið við í
Vestmannaeyjum, og fór maðurinn til læknis þar, sem ávísaði honum
smyrslum. Bæði af þessum orsökum og svo af því, að maðurinn gaf
rangar upplýsingar um smitun, áleit ég hann hafa ulcus molle. Það
gróf í náraeitlum vinstra megin. Svo fór maðurinn á síldveiðar, en fékk
þá secundær útbrot. Er hann því skráður með syphilis secundaria í
október. Hann var ekki orðinn neikvæður í árslok.
Dalvíkur. Syphilis primaria: Útlendur farmaður sagðist hafa smit-
azt í Bretlandi. Hafði fengið salvarsaninndælingu hjá lækni á Vest-
fjörðum. Fékk salvarsan hér og pensilín, eins og tími og viðstaða
leyfði (ekki skráður). Lekandi: 4 tilfelli og eitt þeirra kona, sem hafði
salpingitis gonorrhoica, og þurfti allmikið af pensilíni til afturbatans.
Öllum batnaði til fullnustu, eftir því sem séð varð.
Akureyrar. Af sýfilissjúldingum voru 4 innlendir sjómenn, er
smitazt höfðu erlendis. 1 innlend kona, er smitaðist hér á Akureyri, og
1 erlendur sjómaður, sem fékk hér áframhaldandi lækningu, meðan
skip hans stóð hér við.
Grenivikur. Varð þeirra ekki var á árinu.
Brei&umýrar. Kynsjúkdóma hef ég ekki orðið var við, síðan ég kom
hingað, og munu þeir aldrei hafa verið skráðir í héraðinu.
Vopnafj. Varð ekki vart.
Egilsstaða. Komu elcki fyrir í héraðinu á árinu.
Seyðisfj. Sáust ekki fremur en undanfarið ár, og má það kalla vel
sloppið. Að vísu eru siglingar til útlanda héðan engar, svo að segja
má, að ekkert sé svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott.
Búða. Lekandatilfelli 1 á árinu, ung stúlka héðan úr héraðinu. Var
í vist í Reykjavík og smitaðist þar.
Vestmannaeyja. Lekandatilfelli með færra móti. Læknast með
súlfalyfjum og pensilíninndælinum, ef þau duga ekki. Haft uppi á
smitvöldum af fremsta megni og þeir teltnir til lækninga. Með sára-
sótt eru skráðir á mánaðarskrár 3 karlmenn, 2 sjómenn og 1 iðnaðar-