Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 105
103
Isafi. Slys með allra mesta móti. 5 menn fórust í eldsvoða 3. júni,
er stórt leigusambýlishús brann til lcaldra kola. Ókunnugt er um elds-
upptök, en brunans varð fyrst vart, er fólk kom heim af dansleilc Sjó-
mannadagsins um morguninn. Húsið var gamalt timburhús og fuðr-
aði upp á skömmum tíma, en mörg önnur hús stórskemmdust, og
sum eyðilögðust nær alveg, er eldurinn náði þeim. Þeir, sem af kom-
ust, sluppu flestir ómeiddir. Við krufningu á líkunum kom í ljós,
að fólkið, sem inni brann, hafði kafnað í reyk í svefni, enda gaf það
ekkert merki frá sér. 3 menn drukknuðu af trillubát í róðri, rétt íyrir
innan Arnarnesið. Þeir fóru tii að vitja um lóðir í vitlausxi veðri, og
er veðrið versnaði enn, streittust þeir við að komast fyrir Arnar-
nesið til að ná Skutulsfirðinum aftur, í stað þess að hleypa inn í
Álftafjörðinn. Fract. antibrachii 1, radii 1, humeri supracondylica 2,
humeri 1, calcanei bilateralis 1, suprainalleolaris 1, complicata anti-
brachii 1, cruris 3, malleolaris 1, femoris 1, colli femoris 1, vulnus
linguae 1 (öngull slæmdist í tunguna). Þrisvar varð að sltera fyrir
öngli, sem sat fastur í fingrum og einu sinni í munnviki. Lux.
humeri 1.
Ögur. Drengur skaut annan i hálsinn voðaskoti. Blæddi mjög úr
hálsæð. Greri að fuilu. Engin önnur slys á árinu nema smáskurðir og
stungur meðal sjómanna í Súðavík. Auk þess gleypti barn fimmeyring
og varð að skera.
Hesteyrar. Ungur maður drukknaði á árinu í mannskaðaveðrinu
9. febrúar. Hann var við róðra í Bolungarvík. Fract. cruris 1, ung
stúlka, sem datt á hálku. Greri fljótt. Önnur slys ekki teijandi.
Hólmavíkur. 1 dauðaslys: 6 ára drengur féll í sjóinn af bryggju eða
bát, sem lá þar við (enginn sjónarvottur) og drukknaði. Fannst rek-
inn nokltur hundruð metra þar frá. Fract. humeri 1 (var að „pumpa
bildekk“, felguhringur losnaði af og lenti í handlegginn), costae 4 (1
datt af baki, 2 rákust á spil, 1 lenti á kerrukjálka), radii 1 (lenti með
handlegg undir reimskífu), digiti pedis 1 (freðinn kjötskrokkur féll
nokkra metra og lenti á ristarbein). Lux. humeri 1 (kona datt á hálku),
ambustio abdominis et femoris 1 (var að tappa benzín úr turmu;
slettist í föt mannsins og á ijósiver, er stóð þar hjá; var það svo ná-
lægt sjó, að hann gat stungið sér og þannig slökkt í sér). Ambus-
tiones ýmiss konar 7, handleggur, hendur, andlit o. s. frv. (oftast heitt
vatn). Vulnera puncta, incisa et contusa 39. Corpora aliena digitorum
(nálarbrot, flísar) 4, oesophagi 2 (fiskbein), oculi 9 (mest smergill
og járnflísar). Contusiones et distorsiones 12.
Hvammstanga. Ambustiones: a) Gömul kona hellti yfir sig sjóð-
andi slátursoði og brenndist illa á hægra handlegg, baki og síðu og
raunar víðar. b) 2 börn brenndust dálítið af heitu vatni. Fracturae:
G. Gömul kona datt í tröppum og hlaut fract. colli femoris; nokkrum
dögum síðar fékk hún heilablæðingu og dó. 12 ára gamall drengur
datt af hjóli og fékk slæmt framhandleggsbrot, fract. costarum 2,
Collesi 2. Distorsio pedis 2, columnae 1; contusiones variae 4. Vulnera
contusa), inscisa 7. Corpora aliena 8 (oculi 6).
Blönduós. Slysfarir með meira móti og 1 sjálfsmorð. Var þar um
að ræða 36 ára gamla konu, sem átti barn á 1. ári og 3 eldri. Húrt