Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 62
60
3. Geislasveppsbólga (actinomycosis).
Töflur V—VI.
Sjúklinga/jöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjukl. ...... ,, ,, ,, ,, ,, ,, 1 ,, ,, ,,
Er ekki getið.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Ekki gert vart við sig á árinu, svo að vitað sé.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
Sjiíklingafíöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Á spítala ... 18 17 17 17 16 15 14 13 11 10
í héruðum .. 654556 5 555
Samtals .... 24 22 21 22 21 21 19 18 10 15
Utan hælisins í Kópavogi er enn kunnugt um 5 holdsveika sji'iklinga
í þessum héruðum:
Rvík: 2 (karlar 48 og 67 ára).
Húsavíkur: 2 (karl 65 og kona 70 ára).
Grímsnes: 1 (ltarl 77 ára).
Læknir Holdsveikraspítalans í Kópavogi lætur þessa getið:
í ársbyrjun voru 11 sjúklingar í Kópavogi. Enginn bættist við á ár-
inu, en einn fór, Norðmaður sá, sem sendur hafði verið hingað frá
Skotlandi vegna holdsveiki, og stóðu norskir herlæknar að sjúkdóms-
greiningunni. Hér þótti aldrei fullsannað, að maðurinn væri holds-
veikur. Hann var svo sendur til holdsveikrahælisins í Björgvin, og var
holdsveikralæknirinn þar á sama máli. Sjúklingurinn var síðan send-
ur húðsjúkdómasérfræðingum, og nefndu þeir sjúkdóm hans pseudo-
exanthema elasticum. Maðurinn var þá sendur heim til sín og kennir
sér einskis meins síðan. — Enginn dó á árinu, og voru því 10 eftir í
árslok, 5 karlar og 5 konur, og má heilsa þeirra kallast góð eftir at-
vikum. Eins og að undanförnu þurftu flestir sjúklingarnir aðstoð
augnlæknis og háls-, nef- og eyrnalæknis.
Að öðru leyti láta læknir þessa getið:
Laugarás. 1 gamall maður á skrá, hinn sami og undanfarin ár. Hef-
ur lepra anaesthetica.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
5 júklingafíöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl........ 7 8 6 3 6 4 5 1 1
Dánir ....... 5 7 3 2 6 8 3 5 2 2