Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 206
204
Vestmannaeijja. Tannlæknir starfar við barnaskólann. Leggur hann
mikla áherzlu á tannhirðingu og tannátuvarnir og viðgerð tanna, sem
viðgerðarhæfar eru.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvikur. Samkomuhús, sem einnig á að vera veitinga-, gisti- og
bíóhús, er í smíðum í Ólafsvík, og er þjóðþrifamál vegna ferðamanna-
straumsins á sumrin. Nýlegt samkomuhús í Görðum í Staðarsveit, og
verið er að breyta gömlu, stóru timburhúsi á Búðum í sumargistihús.
Samkomuhúsið á Arnarstapa, sem einnig á að vera skólahús, er ófull-
gert enn vegna fjárskorts. Gert var við og' endurbætt samkomuhús
Hellissands. Nýjar kirkjur á Staðastað og Hellnum, en gamlar á Brim-
ilsvöllum, í Ólafsvík og á Ingjaldshóli, en allvel við haldið. Kirkju-
garðar meinast allir girtir vera og ekki ósæmilega við haldið.
Þingeyrar. Kirkjur eru 5 í héraðinu, 3 timburkirkjur og 2 úr stein-
steypu. Hef aðeins komið í eina þeirra, og er hún sæmilegt hús, en
fremur köld. Kirkjugarðurinn á Þingeyri vel liirtur. 2 samkomuhús
eru í Þingeyrarhreppi, annað á Þingeyri, hitt í Haukadal, og' bæði góð.
Samkomuhúsið á Þingeyri raunar ágætt, rúmgott og vel byggt úr járn-
bentri steinsteypu. Samkomuhúsið í Haukadal úr timbri og einnig
gott hús.
Bolungarvikur. Eins og getið var um í ársskýrslu 1945, kviknaði
í samkomuhúsi Bolungarvíkur. Hefur það verið notað síðan með
nokkurri aðgerð. Grafið hefur verið fyrir grunni að nýju samkomu-
húsi og kjallari byggður. Kolaofn stór hefur verið tekinn úr kirkj-
unni og í staðinn settur olíuofn. Hefur hann ekki reynzt nothæfur í
vetur og því ekki forsvaranlegt að láta fólk sitja í kirkju, nema i
blíðu og frostlausu veðiá.
tsafj. Nýlega var sett rafmagnsupphitun í kirkjuna, undir bekkina,
og gefst það vel. Yegleg steingirðing var í fyrra sett upp á götuhlið
kirkjugarðsins.
Hvammstanga. Nýja kirkjan á Melstað var fullgerð í sumar. Er það
hið prýðilegasta hús.
Blönduós. Samkomuhús, kirkjur og kirkjugarðar hafa engum breyt-
ingum tekið öðrum en þeim, að í Höfðakaupstað var settur upp all-
mikill hermannaskáli og útbúinn sem samkomuhús, mjög viðunanlegt
eftir ástæðum. Þetta hús, sem við hátíðleg tækifæri er kallað ráð-
húsið, af því að hreppurinn á í því, er í daglegu tali nefnt „Tunnan“.
Þar eru sýndar kvikmyndir öðru hverju eins og í samkomuhúsinu á
Blönduósi, sem áður var eign hlutafélags, er sýsla og' hreppur áttu for-
gangshluti i, en siðan var selt Verkalýðsfélaginu með því skilyrði, að
það ræki þar samkomuhús fyrir sýsluna með afnotarétti fyrir alla.
Sauðárkrólcs. Sett var á stofn gistihús á Sauðárkórki í gömlu hiisi.
Munu tvö gistihús hafa nóg að starfa um hásumarið, en að vetrinum
er að jafnaði lítið uin gesti.
Grenivíkur. Kirkjan á Grenivik var máluð að utan.
Vopnafí. Samkomuhús héraðsins á Vopnafirði er orðið gamalt og
hrörlegt. Áhugi er fyrir því að koma upp nýju samkomuhúsi í kaup-