Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 56
54
suður til athugunar. Kom þá í ljós, að hún hafði tbc. pulmonum. Dó
nokkru seinna á Vífilsstöðum. Onnur stúlka veiktist fyrst, að því er
foreldrar hennar segja, eftir kúabólusetningu. Hafði alltaf hita eftir
það, í langan tíma, versnaði síðan skyndilega með háum hita, ery-
thema nodosum. Pirquet -þ. Hvar barnið hefur smitazt, er mér ekki
kunnugt. Skoðaði allt heimilisfólkið eftir beztu getu, en ekkert kom í
ljós, er benti á smitbera. Þriðji sjúklingurinn hafði epididymitis tbc.
Var gerð á honum epididymectomia sin. og incisio abscessus scroti í
Landsspítalanum. Pirquetpróf fór fram á öllum skólabörnum í sam-
bandi við skólaskoðun. Prófið dæmt eingöngu af kennurum og for-
eldrum. Á húsmæðraskólanum að Staðarfelli voru af 21 námsmey, er
skoðuð var, 10 eða 47,6%.
Reykhóla. 1 sjúkling hef ég skráð á árinu og í fyrsta sinn með
pleuritis. Af öðrum fyrr skráðum sjúklingum eru nú 7 á lífi heima í
héraði og 1 utan héraðs. Eru þeir allir við góða eða sæmilega heilsu,
enda allir haft vafasama og a. m. k. væga berkla. Má þvi vænta þess,
að berklaveikin sé nú kveðin niður í héraðinu a. m. k. um sinn.
Patreksfi. Kona, ekki skráð áður, fékk blóðspýting, lá um tíma á
sjúkrahúsinu, vii'tist albata um áramót. Maður, sem hér á heirna,
veiktist af pleuritis exsudativa norður á Siglufirði. Hann var fluttur
hingað á spítalann og lá nokkra mánuði. Var langt til batnað um ára-
mót.
Bíldudals. 1 karlmaður skráður á árinu með sjiondvlitis. Hafði sem
unglingur haft berkla í olnboga, en verið talinn óvirkur í fjölda ára.
Liggur nú í gibsrúmi á Landakotsspítala. Engrar nýsmitunar orðið
var í héraðinu.
Þingeyrar. 1 kona var sett á mánaðarskrá af fljótfærni með tbc.
aliis locis (tbc. renis). Við nánari rannsókn reyndust „þær rauðu“
vera smegmabacillur. Kona, sem fyrri hluta árs var abacillær, varð
bacillær um mitt sumar (ræktun úr magaskolvatni), fór á Vífilsstaði.
16 ára piltur, nemandi, reyndist við skólaskoðun P -þ, en h- áður.
Við gegnlýsingu reyndist hann vera með hilitis. Ekki var honum
meinuð skólavist, enda lítið sem ekkert „veikur“, en undir eftirliti
þó. 13 ára stúlka reyndist P -þ í Reykjavík og skráð þar fyrst. Ekk-
ert „veik“. 15 ára stúlka Mantoux -þ í fyrsta sinn á árinu og með
hilitis sin. Gegnlýstir voru 25 manns 39 sinnum. Blóðsökksrannsókn
gerð 31 sinni. Enginn dó úr tbc. í héraðinu á árinu.
Flateyrar. í ágúst í suiuar veiktist 3 ára drengur í Súgandafirði lir
meningitis tbc. og dó. Á heimili hans var ekki berklaveiki, svo að vitað
væri, og alveg óvíst, hvaðan drengurinn hefði sýkzt. Var nú hafin leit
að smitbera. Voru öll börn ú aldrinum 1—13 ára berklaprófuð í tveim
flokkum, þau sér, sem slcólaskyld voru, og hin yngri sér. Við þessa
rannsókn fundust 14 börn Moro -)-, senx áður höfðu verið neikvæð við
sams konar skoðun 1943, og voru 8 þessara barna innan skólaskyldu-
aldurs. Var nú allt fólk í umhverfi nýsýktra barna sent til Isafjarðar
til gegnlýsingar og enn fremur fólk í umhverfi barnsins og aðrir þeir,
er grunsamlegir gátu talizt. Við þessar aðgerðir kom í ljós, að 18 ára
piltur reyndist hafa skemmdir í lungum, og var hann mjög sixiitandi
og sendur til Vífilsstaða með næstu ferð. Það lét og að likum, því