Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 210
208
lætisviku“ á hverju vori í Dalvík og nágrenni. Húseigendur bregðast
vel við.
Þórshafnnr. Heilbrigðisnefnd starfar á Þórshöfn. Á hún frumkvæði
að allsherjarhreinsun þorpsins einu sinni á ári og áminnir menn og
leiðbeinir þess á milli um það, sem helzt má verða til úrbóta um ein-
stök atriði. Heilbrigðissamþykkt hefur ekki verið sett.
Egilsstaða. Heilbrigðisnefndir eru engar í héraðinu.
Segðisfj. 3 fundir haldnir. íbúð, sem kvartað var yfir, skoðaði
nefndin og lct síðan fara fram lagfæringar á því, sem þurfa þótti. Eftir-
lit er haft með sölustöðum matvæla o. s. frv. Að vorinu er farin eftir-
litsferð um bæinn í hreinlætisskyni, eins og' oft áður hefur verið
getið um.
Vestmannaeyja. Nefndin reynir eftir föngum að koma þiúfnaði í
betra horf, en erfitt er að vekja xnenn til meðvitundar í þeim efnum
og gera hreint fyrir sínum dyrum.
20. Bólusetningar.
Tafla XIX.
Skýrslur og reikningar urn bólusetningar hafa borizt úr öllum liér-
uðum nema 7 (Hafnarfj., Árnes, Hólmavíkur, Kópaskers, Egilsstaða,
Bakkagerðis og Nes) og' munu hafa farizt fyrir í þeiin héruðum. Ná
skýrslurnar til 4933 frumbólusettra og 2350 endurbólusettra barna.
Kom bólan út á 69% hinna frumbólusettu og 64% hinna endurbólu-
settu.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Bólusetningar ganga eins og í sögu sunnanfjalls. Eg
bólusetti í Ólafsvík, en kom því ekki við á Hellissandi.
Búðardals. Skýrslur hafa borizt úr öllum hreppum nema Fells-
strandar- og Haukadalshreppi.
Patreksfj. Bólusetning fór fram í öllum umdæmum eins og venju-
Jega.
Þingeyrar. Bólusetningar framkvæmdar í öllu héraðinu. Kom út á
fáum, og enginn veiktist, svo að orð sé á gerandi.
ísafj. Bólusetningar höfðu lengi legið niðri af ýmsum ástæðum, en
i ár var bætt úr því ineð allsherjarfrumbólusetningu.
Ögur. Ljósmæður bólusetttu í 3 umdæmum af 5. Vegna kikhósta-
ans var ekki bólusett í hinum umdæmununi.
Hvammstanga. Fóru fram í öllum umdæmum, en árangur virðist
misjafn.
Blönduós. Bólusetningar í niesta basli, og verður ekki hægt að ætl-
ast til, að Ijósmæður geti annað þeim. Ódýrasta og hentugasta leiðin
til að koma einhverju lagi á þær mun verða sú, að héraðslæknir fram-
kvæmi þær, um leið og skólaskoðanir fara fram.
Sauðárkróks. Bólusetning fór frain í öllum umdæmum, og reyndist
bóluefnið sæmilega.
Ólafsfj. Bólusett var að venju.
Grenivikur. Bólusett var í júnímánuði. Engin bóla kom út á endur-
bólusettum börnum og frekar illa á frumbólusettum.