Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 136
134
sem héraðslæknirinn hefur samkvæmt beiðni skoðað og gefið vottorð
um sem heilsuspillandi, voru þetta ár nokkru færri en næsta ár á
undan, eða 42 (1945 49). Þrifnaði í bænum, einkum utan húss, er
víða talsvert ábóta vant.
Akranes. Á árinu hefur verið hafin smíð á 19 húsum, 18 stein-
húsum og 1 timburhúsi, með 27 íbúðum alls. Eru hiis þessi meira
og minna langt komin um áramót og sum fullger. En þrátt fyrir
þetta er enn húsnæðisskortur í kaupstaðnum.
Ólafsvílcur. 5 hús byggð að nýju, 4 endurbætt sem ný og stækkuð.
þrifnaður vex.
Stykkishólms. Á árinu hafa verið reist 12 íbúðarhús í Stykkis-
liólmi. Þau eru öll úr steinsteypu. 1 Grafarnesi í Eyrarsveit, en þar
er nú að rísa upp kauptún, hafa verið reist nokkur hús á árinu og
eru nú i smíðum. Þau eru einnig byggð úr steinsteypu. Út um sveit-
irnar hafa hús og íverubæir verið endurreistir á nokkrum stöðum,
en minna en undanfarin ár. Öll eru hús þessi dýr og kosta frá 80—130
þúsundir króna hvert. Eru flest ein hæð og kjallaralaus. Á hæðinni
eru 3—4 herbergi og eldhús, svo og þvottahús og geymsla.
Búðardals. Húsakynni munu yfirleitt vera allgóð í héraðinu. 3 hús
úr steinsteypu voru reist á árinu, öll á Skarðsströnd, 2 hús úr stein-
steypu eru í smíðum (í Saurbæ). 1 timburhús reist í Laxárdal. Þrifn-
aður upp og niður, eins og gengur, og lúsin á sér friðland hér, eins
og í öðrum byggðum okkar kæra lands. Salerni vantar víða. Til
dæmis getur oddviti Haukadalshrepps þess, að aðeins eitt salerni sé
í öllum hreppnum, og virðist manni það heldur lítið fvrir heilan
hrepp, enda þóít fólkinu fari fækkandi.
Reykhóla. 1 íbúðarhús var reist á árinu á nýbýli, og' virðist inér
það hálfgerð hrákasmíð, að rnestu úr asbestplötum, negldum sitt
hvorum megin á þunna trégrind. Byrjað á öðru húsi á ríkisjörð eftir
teikningu og fyrirsögn tilheyrandi byggingafræðinga, og sýnist mér,
að sú bygging (úr timbri, járnvarin) ætli að verða hrófatildur,
byggðarlaginu til óprýði og lýðveldinu til háðungar. Húsakynnni eru
víða léleg, og miðar lítið um endurbyggingu sveitabýla. Má vera, að það
sé frekar happ en óhapp, ef fyrir dyrum stendur samfærsla býla og
byggða, eins og mörgum mun nú finnast óhjákvæmilegt. Þrifnaði er
sjálfsagt víða og í mörgu ábóta vant, þó að alltaf miði i áttina. Er að
vísu ekki óeðlilegt, að hægt miði í lélegum húsakynnum við erfiðar að-
stæður í fámenni og einangrun. En augljós eru þau áhrif, sem vax-
andi velmegun, aukin þægindi og nýtízku tækni, svo sem útvarp,
sími, raflýsing og alls konar véltækni hefur á fólkið í þá átt að vekja
nýjan þrótt og smekk fyrir þrifnaði, fegrun umhverfisins og meiri
menntun og menningu.
Þingeyrar. Hús hér mörg orðin gömul og heldur léleg, a. m. k.
miðað við þær kröfur, sein nú eru gerðar. 3 ný hús eru þó í smíðum
hér, öll íbúðarhús. Umgengni kringum hús er sæmileg. Þó telja
menn, að henni hafi hralcað seinni árin. Árlega fer fram vorhreinsun
á lóðum og lendum, vanalega í byrjun júní.
Flateyrar. Hin bætta afkoma fólksins veldur áframhaldandi fram-
förum í húsagerð (5 ný hús í smíðum), þrifnaði og lifnaðarháttum