Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 228
226
komið í kring, krefjast þarfir þess, að umsteypt sé annarri landsreglu-
gerð — segjum reglugerð um aðbúnað á vinnustöðvum — og aftur
þarf að endurnýja allar heilbrigðissamþykktir. Þannig koll af kolli.
Nægir þetta eitt til að sýna, hverrar Kleppsvinnu hér er verið að stofna
til, og er leitt að þurfa að eyða tíma sínum í að rökræða svo augljósa
hluti. Tekur þó út yfir að gera það fyrir því daufari eyrum sem rök-
semdirnar eru ómótmælanlegri.
3. Með því að ég hef frá upphafi lagt til, að felldar væru niður úr
samþykktinni endursagnir almennra heilbrigðisreglugerða, enda taldi
víst, að svo sjálfsagður hlutur næði fram að ganga, hef ég ekki lagt
neina vinnu sem heitir í að ganga úr skugga um, að ekki fari hér
meira eða minna á milli mála á þann veg, sem ekki má, en það verður
seint fullséð. Get ég því alls enga ábyrgð tekið á samþykktinni að
þessu leyti.
4. Ég hef látið þess getið, að orðfæri samþykktarinnar væri ábóta-
vant, en fór af ásettu ráði vægilegum orðum um. Veit ég af reynslu,
að menn taka sér fátt nær en ómilda gagnrýni á slíkum hlutum, og
allra helzt þeir, sem þar eru sízt sjálfbjarga. Ætlaðist ég til, að mál-
farslýtin yrðu lagfærð í kyrrþey jafnframt því, sem formi samþykkt-
arinnar yrði breytt samkvæmt tillögum mínum. Hef ég alls enga
löngun til að særa menn að óþörfu og allra sízt, ef við getur legið,
að það spilli framgangi góðs málefnis. En nú, þegar við borð liggur,
að samþykktin verði staðfest án frekari endurskoðunar, hlýt ég að
segja eins og' er, að orðfæri samþykktarinnar er víða svo vandræða-
legt og öllum ytra búnaði hennar svo áfátt, að fu.llkomið hneyksli
væri að staðfesta hana og birta ólagfærða og óleiðrétta að þessu leyti.
Mun ég nú finna þessum orðum minum stað með dæmum, gripnum
hér og þar af handahófi:
Getur nefndin í því skyni krafizt vottorðs læknis um heilbrigði
manna og skýrslna aðilja um þau efni, sem samþykkt þessi
greinir, eftir þörfum og með þeim hætti, er henni þykir henta
(7. gr.).
Ekki má hrækja á götum, torgum, iþróttavöllum, í samkomu-
húsum, skólahúsum eða öðrum stöðuin, sem notaðir eru eða ætl-
aðir eru til almenningsnota.
Hver, sem brýtur, er skyldur að bæta tafarlaust úr á sinn
kostnað, og gera eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar nauðsyn-
legar ráðstafanir til varnar endurtekningum (11. gr.).
Almenningssalerni og þvagstæði skulu sett eftir þörfum
(25. gr.).
Enginn má flytja sig eða búföng sín úr þess háttar íbúð og í
aðra íbúð nema ráðstafanir, er héraðslæknir metur gildar, séu