Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 137
135
yfirleitt. Vil ég' geta þess sérstaklega, að umgengni utan húss á Suður-
eyri hefur breytzt svo til bóta, að fyrirmynd er að.
Bolungarvíkur. Ekkert hús fullbyggt á þessu ári, en í smíðum eru
C verkamannabústaðir í 3 húsum. Ætlunin er að ljúka við þau og taka
til nota á næsta ári. Þrifnaði fer heldur fram, þó að illa gangi að út-
rýma lúsinni úr hári skólabarna. Er þetta þó heldur að skána. Þorpið
þarf að byggjast á ný, skipulegar og' betur, enda virðist nú vaknaður
á því nokkur áhugi.
ísafj. Húsakynni fara mjög batnandi nú síðustu árin, og er enn
fjöldi húsa í smíðum á vegum einstaklinga og bæjarins. Hefur bæj-
arstjórnin sett sér það marlt að útvega um 30 fjölskyldum, sem búa
í heilsuspillandi húsnæði, nýjar eða nýlegar íbúðir á næstu fjórum
árum. Þrifnaður fer batnandi með bættu húsnæði, en þó er enn víða
pottur brotinn í því efni. Þrifnaður utan húss er eigi svo góður sem
skyldi, og valda því inest erfiðleikar á að losna við úrgang frá fisk-
verkunarstöðvunum.
Ögur. Byrjað var á byggingu tveggja íbúðarhúsa í fyrra, og mun
annað þeirra vera orðið íbúðarhæft. Viðhald húsa má teljast gott.
Þrifnaður sæmilegur.
Hestegrar. Af skiljanlegum ástæðum engar nýbyggingar og viðhald
slæmt. Mörg sæmileg hús standa nú orðið auð og tóm, sérstaklega í
Sléttuhreppi. Þrifnaður heldur bágborinn.
Hólmavíkur. Lítið um hyggingar á árinu. Nokkrir asbestkumbaldar.
2 íbúðarhús úr steinsteypu að mestu fullgerð.
Hvammstanga. 1 nýtt íbúðarhús reist á Hvammstanga og fullgert að
mestu. Byrjað á bygg'ingu íbúðarhúss á 2 jörðum í sveitunum, en ekki
fullgerð við áramót. Þrifnaður víðast hvar viðunandi, en til eru þó
heimili, þar sem þrifnaður virðist að mestu óþekkt fyrirbrigði. Ala
þau lús og annan óþverra, sem síðan berst út þaðan til annarra. Tals-
vert er keypt af DDT til útrýmingar lús, enda er dálæti fólks á því
skepnudjásni vissulega í rénun, þó að enn sé hún um of við líði.
Víða vantar salerni á bæjum, og virðist lítið gert til að bæta úr því.
Á Hvammstanga eru enn skilyrði til þrifnaðar næsta bágborin. Engin
vatnsveita er í þorpinu, en neyzluvatn tekið ýmist úr brunnum eða
ársprænu, sem rennur gegnum þorpið. Engin er þar heldur skolp-
veita, en í sumar var þó lögð skolpleiðsla frá nokkrum húsum til
sjávar, og mun í ráði að halda því verki áfram.
Blönduós. Húsakynni fara yfirleitt batnandi, en ekki var þó mikið
um húsbyggingar í sveitum héraðsins né hér á Blönduósi. í Höfða-
kaupstað var aftur á móti talsvert um byggingar nýrra íbúðarhúsa.
Þrifnaður fer einnig batnandi. Einkum er áberandi, hve nit er nú
í miklu færri skólabörnum en þegar ég tók við héraðinu, enda þykir
það nú vansi að hafa lús á heimili sínu, og það svo, að það er jafnvel
orðið viðkvæmt mál, ef nit finnst í krökkunum. Þrifnaði er aftur á
móti enn víða ábóta vant, að því er salerni snertir, því að þau vantar
enn mjög tilfinnanlega.
Sauðárkróks. Húsakynni á Sauðárkrólti fara mikið batnandi, því að
mikið er byggt, en fólki fjölgar ekki í kaupstaðnum, enda var búið
mjög þröngt áður. Lokið mun hafa verið við smíð 6—7 húsa, og