Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 17
15
rénun. Verst er ástandið í sveitunum. íbúum utan Bíldudals hefur
fækkað úr 213 í 185 á árinu, og er sú fækkun mest í Dalahreppi. Þar
leggst hver jörðin í eyði af annarri. Til dæmis má nefna hið forna
stórbýli Hringsdal. Fyrir 30—40 árum voru þar um 40 manns í heim-
ili, 8—10 gripir í fjósi og um 200 fjár. Gerðir voru út á fiskveiðar
2 og 3 bátar, síld veidd í allstórum stíl og' margs konar annar lit-
vegur hafður um hönd, en nú er þetta forna höfuðból í eyði. Á öðru
fornu stórbýli, Selárdal, er nú rekið óverulegt búhokur, og bóndinn
býst við að flytjast þaðan á næsta ári. Svona mætti telja upp fjölda
býla í kringum allan Arnarfjörð. Alls staðar er sama sagan: Unga
fólkið flyzt í kaupstaðina, undir eins og það kemst á legg, en gamla
fólkið hokrar, meðan heilsa og kraftar leyfa, en flosnar síðan upp,
og jarðirnar leggjast í eyði.
Þingeijrar. íbiium hér-aðsins fækkaði á árinu. 1 bær fór í eyði.
Astæða burtflutningsins sama og annars staðar.
Flateyrar. Fólki fækkar í héraðinu, hægt, en nokkuð stöðugt, og
enn sem fyrr vegna deyfðar í atvinnulífi héraðsbúa. Fólki hefur
fækkað mest í sveitinni, staðið í stað á Suðureyri, en aðeins fjölgað
á Flateyri frá því í fyrra.
ísafi. Fólki fækkaði í héraðinu, þrátt fyrir mikla barnlcomu og lít-
inn manndauða.
Ögur. Fólkinu heldur áfram að fækka jafnt og þétt, og lögðust 2
jarðir í eyði á árinu. Á annarri jörðinni, sem er allg'óð talin, hafa
síðast liðin hálfan annan mannsaldur alizt upp nær 30 unglingar.
Hin góða afkoma bænda sýnist ekki geta heft fólksstrauminn úr
sveitunum og' heldur ekki bættar samgöngur og margvísleg ný þæg-
indi. Áframhaldandi fækkun fyrirsjáanleg.
Hesteyrar. Hvergi hefur fólksfækkunin hér nærlendis orðið eins ör
og í þessu héraði. Fækkunin á fjórum árum um 300, eða tæpur helm-
ingur. Hér er bæði um að ræða burtflutning þeirra, sem komnir eru
yfir tvítugt, og fækkun fæðinga, sem hafizt hefur fyrir 10—45 árum,
enda mun það nú viðburður, sem aðeins skeður á margra ára fresti,
að ung hjón setji hér saman bú. Langsamlega mest hefur fækkunin
orðið i Sléttuhreppi. Horfir því alvarlega fyrir þessu byggðarlagi, þar
sem þeim, sem vinnufærir eru, fækkar mest, en eftir sitja ómegðar-
heimilin og gamalmennin. Ég sé ekki, að möguleikar séu á að sporna
við þessu. Það verður að hafa sinn gang. Afkomumöguleikarnir ann-
ars staðar á landinu valda hér úrslitum. Þýðingarlitið að vera að efna
til dýrra mannvirkja á svona stöðum, þegar flóttinn er brostinn á.
Steinlímdar bryg'gjur voru byggðar, bæði í Aðalvík og Grunnavík,
fyrir 2—3 árum, en þær sýnast aðeins hafa auðveldað flutningana.
Hólmavikur. Fólksfjöldi og' barnkoma aðeins meiri en síðast liðið
ár. Nokkrir flytjast til Reykjavíkur, aðrir úr sveitinni í kauptúnin, og
bæirnir leggjast i eyði.
Hvammstanga. Þrátt fyrir næstum helmingi fleiri fæðingar en
dauðsföll hefur fólkinu fækkað, enda heilar fjölskyldur flutzt burt
úr héraðinu, aðallega suður á bóginn, til Reykjavíkur, Akraness o. s.
frv., en býlin lagzt í eyði.
Blönduós. Fólksfjöldi hefur aukizt á árinu um rúmlega 1%%.