Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 28
26
daga og síðan ópereraður vegna sömu grunsemda, en ekkert fannst.
Við serologiska og bakteriologiska rannsókn kom í ljós, að hann var
hajdinn paratyphus, enda þótt klinisk einkenni taugaveiki væru aldrei
fyrir hendi. Manninum er nú batnað, og er hann orðinn abacillær.
Um upptök veikinnar er ekkert vitað enn, en einu líkurnar, sem fyrir
hendi eru um smitun, að maðurinn hafi getið sýkzt við uppskipun
kola úr ensku skipi, sem hér kom, skömmu áður en liann veiktist.
ísafj. Ekkert tilfelli skrásett meðal héraðsbúa, en með paratyphus
kom maður frá Önundarfirði hingað á sjúkrahúsið og er hér skráð-
ur. Hann var talinn hafa smitazt í útlendu skipi, sem liann vann í við
uppskipun.
Blönduós. Gerði ekki vart við sig', enda þótt 1 smitberi sé í hér-
aðinu, en á heimili hans er gætt þrifnaðar, og er þar ekki annað fólk
en gamla konan, sem er smitberinn, og dóttir liennar.
Ólafsfj. Ekki lcunnugt um smitbera.
Vestmannaeyja. Ekki orðið vart, síðan sóttberinn O. B-dóttir dó.
Síðan ég kom hingað árið 1925, voru allir faraldrar, sem upp komu,
til hennar raktir.
Keflavíkur. Hér.mun vera í Keflavík 1 karlmaður, sem taiinn er
smitberi, en enginn hefur sýkzt frá honum.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuía).
Töflur II, III og IV, 8.
S júklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl......... 1635 1961 2990 5266 2395 4657 2753 3122 4937 3442
Dánir ........ „ 4 3 7 6 9 5 7 5 8
Ekki með meira móti, né á nokkurn hátt frábrigðilegt frá því, sem
gerist og gengur.
Læknar Iáta þessa getið:
Rvík. Miklu minna kvað að iðrakvefi þetta ár en næstu ár á undan.
Mest bar á því fyrsta mánuð ársins og um haustið. Yfirleitt vægt.
Akranes. Staklc sér niður alla mánuði ársins nema í apríl, en flest
voru tilfellin sumarmánuðina og langflest í börnum innan 10 ára.
Kleppjárnsreykja. Með minna móti.
Reykhóla. Eins og oftast hálfgerður faraldur að sumrinu og síðan
dreifð tilfelli.
Bíldudals. Landlægur kvilli hér og gerir talsvert vart við sig flesta
mánuði ársins. Engin alvarleg tilfelli hafa þó komið fyrir.
Þingeyrar. 1 eða fleiri tilfelli alla mánuði ársins, en stuttur, snögg-
ur faraldur gekk i nóvember með upp í 39° hita. 1 2 tilfellum voru
hægðir blóðugar að sögn. Voru þessi tilfelli þó ekki skráð sem
dysenteria.
Flateyrar. Varð vart í júlí og ágúst, en afar vægt.
Bolungarvikur. Barn á fyrsta ári fékk g'arnabólgu, að því er virtist,
niðurgang og uppsölu með sótthita. Barnið veiktist, er læknir var i