Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 204
202
sjálfur eignazt 3, auk sjúkrabifreiðar, síðan ég kom hér. Sjúkra-
bifreiðin komst að visu flest það, er jeppabilar komast, en var hins
vegar allt of stór og dýr í rekstri, en erfið í meðferð, til þess að geta
talizt hentug i lœknisferðir, enda lagði ég það aldrei upp að aka
henni sjálfur. Því er svo varið, að læknir þarf að geta stjórnað bif-
reið sinni sjálfur til þess að vera öðrum óháður og þurfa ekki að lifa
á bónbjörgum, því að fátt hefur reynt eins á mína vanstilltu skaps-
muni eins og' það að ganga eftir bílstjórum með flutning, þegar ég
hefi eltki verið sjálfbjarga í þeim efnum.
Hofsós. Af 222 ferðum alls 61 ferð i Fljótin. Samtals mun ég' hafa
lerðazt ca. 15000 km á árinu í lækniserindum, eða ca. 50 ltm á dag
alla virka daga á árinu til jafnaðar.
Grenivíkur. Síðast liðið ár hef ég vor, sumar og haust getað ferðazt
í bíl um héraðið, og er það inikill munur frá því, sem áður var.
Breiðabólsstaðar. Jeppabifreið sú, sem héraðið keypti í fyrra, hefur
verið í notkun héraðslæknis allt árið og reynzt sæmilega. En afar erf-
itt er um viðhald hennar, vegna þess að ómögulegt er að fá varahluti
til hennar.
Vestmannaeyja. Ferðir á sjó meiri á árinu, vegna þess að erlend
fiskiskip leita nú hingað á miðin og' þurfa þá oft að leita hafnar með
veika menn og slasaða. I jiéttbýli er sjaldan friðarstund, en það kom
þó fyrir í sveitinni. Sjóferðir á vertið mun fleiri en stríðsárin, enda
fer erlendu fisltiskipunum fjölgandi, sem leita hingað á fiskimiðin.
Stöðugt rölt um bæinn.
Selfoss. Vegalengdir í læknisferðalögum á árinu samtals 10200 km.
Keflavíkur. Héraðslæknir sótti um nýjan bíl (á bíl frá 1942), en
fékk neitun. Er merkilegt, að ekki skuli vera sett löggjöf um þetta.
Einkabifreiðar og bifreiðar handa atvinnubílstjórum voru fluttar inn
í hundraðatali. Eftir því að dæma telst nauðsynlegra að flytja inn bíla
til að „rúnta“ i Reykjavík og flytja fólk á milli dansleikja heldur en
að héraðslæknar komist leiðar sinnar til stórslasaðs sjúklings eða
konu í barnsnauð, og er hann þó að gegna skyldum, sem hið opinbera
liefur lagt honum á herðar og almenningur heimtar, að hann inni af
hendi.
15. Slysavarnir.
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Slysavarnir engar hér, aðrar en þær, að bjarghringir eru
hafðir á bryggjum. Hér var að vísu stofnuð slysavarnadeild fyrir
nokltrum árum, en hún andaðist bráðlega úr svefnsýki, sem er al-
gengur sjúkdómur í félagsmálum.
Sauðárkróks. 2 slysavarnardeildir eru á Sauðárkróki. Störfuðu þær
að fjársöfnun til slysavarna.
Grenivíknr. Slysavarnarfélag íslands hefur séð um skýli fyrir skip-
brotsmenn á Þönglabakka í Fjörðuin. Einnig mun það láta lagfæra
skýlið, sem er á Látrum, setja i það rúm og hafa þar eitthvað af mat
og eldivið í sama augnamiði.
Seijðisfj. Slysavarnardeild er hér, en litið kveður að störfum hennar.