Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 92
90
laginu. Um sérstaka sjúkdóma má geta þessa: Taldir eru 10 nýir
glaucomsjúklingar, j>ar af hef ég þegar ópererað 5 hér heima, 2 þeirra
á báðum augum. Auk þeirra 2 glaucomsjúklinga, sein áður voru
kunnir. Eru þá aðeins eftir 2 þeirra, er ég ráðlagði uppskurð, hinir
eru sumir með annað augað blint, en hitt enn þá ósjúkt, aðrir gamlir
og lasburða, svo að eltki þótti rétt að ráða til uppskurðar. Urn var-
anlegar verkanir af aðgerðum við þessum sjúkdómi verður aldrei
sagt með vissu, samanber það, sem segir hér á eftir um blinda menn,
er ég sá í ferðalaginu. 3 cataractasjúklinga, þeirra, er ég sá, hef ég
skorið upp, síðan ég kom heim, gamlan mann með cataracta senilis,
8 ára telpu með subluxatio lentis congenita & cataracta secundaria.
Aðgerð er enn þá ekki að fullu lokið. Enn fremur 6 ára telpu með
cataracta congenita á báðum augum, og er aðgerð aðeins lokið á
öðru auga, með sæmilegum árangri, að því er telja verður. Á Höfn
sá ég nú 2 bræður, tveggja og þriggja ára, með subluxatio lentis con-
genita, báða á hægra auga. Annar hafði auk þessa coloboina lentis
og skarð í iris á sama auga. Þessi börn eru ekki, svo að vitað sé,
neitt skyld þeim 4 sjúklingum, er ég hef áður séð í þessu byggðarlagi
með sama sjúkdóm, og öll eru náskyld. Sjúkdómur þessi er annars
fremur sjaldgæfur. Þar sá ég einnig sjúkling með retinitis diabetica.
Hef ég engan annan sjúkling séð hér á landi með þá veiki í auga.
Þetta er 49 ára kona, og hefur hún oftar en einu sinni dvalizt á
sjúkrahúsum vegna þessa sjúkdóms, án árangurs, að því er virðist.
í ferðalaginu sá ég 5 sjúklinga, er teljast mega í reynd blindir, enda
þótt allir hafi þeir örlitla glætu enn þá: 1) Blindur af glaucoma, hafði
aldrei verið skorinn upp, en notað Jyf. 2) Annað augað steinblint,
hafði aldrei verið skorið upp, hitt skorið fvrir lJ/2 ári síðan án árang-
urs, er þó ekki steinblint enn þá. 3) Skorinn upp á báðum augum fyrir
1 ári án árangurs, sér enn þá mun dags og nætur, en þrýstingshækkun
í augunum eftir sem áður. 4) Bæði augu skorin upp vegna glaucoma.
annað fyrir mörgum árinn, og er það nú steinblint, hitt 1939, þá með
ský og auk þess stórskemmt al' glaucoma. Var þá gerð extractio
cataractae. Sjón er nú excentrisk á auganu, en þrýstingur ekki hækk-
aður. 5) Níræður karlmaður, hefur í mörg ár verið steinblindur á öðru
auga, en hitt augað hafði verið skorið upp vegna glaucoma fyrir all-
mörgum árum. 1942 var það næstum steinblint vegna cataracta. Þá
var gerð extractio, og fékkst sæmileg sjón á augað. Nú hafði glaucomið
tekið sig upp aftur og að mestu blindað augað. I skýrslu þessari er
getið 44 glaucomasjúklinga, og hafa flestir þeirra verið skornir upp
við sjúkdómnum, ýinsir þeirra fyrir allmörgum árum. Þótt hér séu
taldir 5 blindir af sjúkdómnum, þar af 4 þrátt fyrir uppskurð,
þá virðist árangur af lækningunni ekki vera verri hér en annars staðar
gerist, sé nokkuð að marka jafnlága tölu. Jafnframt ber að hafa í
huga, að sé eklcert aðgert, blindar sjúkdómurinn ávallt þau augu,
sem sýkjast, á tiltölulega skömmum tíma, enn fremur, að meðala-
gjafir duga aldrei til lengdar, hversu samvizkusamlega sem meðulin
eru notuð.