Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 44
42
Læknar láta þessa getið:
Ruík. Sjálfsagt er að nefna sjúkdóm þenna myalgia eða myo-
sitis epideinica, þar sem liann virðist ekkert eiga skylt við brjóst-
himnubólgu. Heldur er hann talinn virussjúkdómur, sem bundinn er
við vöðva. Mjög mikið kvað að þessum kvilla árið 1946, þótt fæstir
þeirra væru skrásettir. Faraldurinn náði fram á árið 1940.
Akranes. í febrúar og marz faraldur, sem telja verður stingsótt.
Pleuraeinkenni fundust ekki, og var hún skráð undir nafninu myositis
epidemica.
Reykhóla. 2 tilfelli skráði ég í október, sitt á hvorum nágrannabæ,
og ekki grunlaust um 1 eða 2 í viðbót.
Þingeyrar. Miklu fleiri veiktust en skráðir eru, því að margir leit-
uðu ekki læknis. Núningshljóð heyrðust aðeins í 1 tilfelli.
Bolungarvíkur. Hagaði sér eins og' venjulega með taki í brjósti,
er lagði stundum upp í öxl. Enginn sótthiti, og ekkert heyrðist við
hlustun. Stóð allt að vikutíma i flestum, og sjúklingarnir gátu ekki
unnið á meðan. Engir þessara sjúklinga voru gegnlýstir.
ísafi. Nokkur faraldur í febrúar og marz.
Hólmavíkur. Varð vart um haustið. Einkum börn og unglingar,
sem tóku veikina. í sumum heyrðust mjög greinileg niiningshljóð.
Dálítill hiti fylgdi og stóð í nokkra daga. En verkur oft nokkru lengur.
Sauðárkróks. Fyrstu 3 mánuði ársins framhald af faraldri fyrra árs.
Síðan hlé í næstu 3 mánuði. Síðustu 6 mánuðina verður hennar aftur
vart, án þess að um verulegan faraldur sé að ræða. Veikin lýsti sér
svipað og árið áður.
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 25.
Sjúklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 194G
Sjúld. . . . . . . 5 81 12 3 1 1 2 368 450
Dánir ... 2 3 >> >> >> >> 1 10 13
Mænusóttarfaraldur síðasta árs var um garð genginn um áramót,
en hámarki hafði hann náð í septembermánuði. Eftir nákvæmlega
árshlé hófst mænusóttarfaraldur af nýju, að mestu leyti í sömu hér-
uðum, ágerðist til áramóta og var þá í hámarki. Þetta var því greini-
legur vetrarfaraldur, einnig ekki sízt bæjafaraldur (Rvík, Akureyr-
ar), hlífði víða ungum börnum, og að ýmsu öðru leyti hagaði
sóttin sér frábrigðilega, svo sem nánara greinir í umsögnum héraðs-
læknanna hér á eftir. Um lamanir og lífshættu mun þó ekki hafa verið
mikill munur faraldranna.
Læknai' láta þessa getið:
Rvík. Eins og getið var um í ársskýrslu Reykjavíkurhéraðs fyrir
árið 1945, barst mænusóttarfaraldur inn í héraðið um mánaðamótin
júlí—ágúst. Sá faraldur hagaði sér eins og mænusóttarfaraldrar gera
oftast. Hann hófst um heitasta tíma ársins og náði hámarki í miðj-
um ágúst. Á þessu ári kom upp mænusóttarfaraldur, sem hagaði sér