Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 26
24
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingnfjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl........ 48 12 618 2941 135 338 9 49 332 20
Dánir ....... „ „ 2 5 1
Er skráð í 4 héruðum, en varla um faraldur að ræða nema í einu
(Þórshafnar), en sjúkdómsgreiningin reyndar jafnan vafasöm.
Læknar láta þessa getið:
Ilvík. Aðeins skráð 4 tilfelli á fyrstu mánuðum ársins. Þar sem ekki
er um fleiri tilfelli að ræða, verður sjúkdómsgreiningin að teljast í
meira lagi vafasöm, enda styðzt hún ekki við smásjárrannsókn.
Bíldudals. 1 tilfelli er skráð í október. Ekki veit ég, hvaðan veikin
hefur borizt, en tilfellið var í alla staði greinilegt.
Blönduós. Hefur ekki verið talin á mánaðarskýrslum, en um sum-
arið gekk mjög slæmt iðrakvef á Skagaströnd, og gekk þa blóð niður
af sumum sjfiklingunum.
Iíeflavikur. Verður ekki vart, svo að teljandi sé.
Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
S júklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl........ 9 9 7 8 13 14 15 9 9 12
Dánir ....... 3 3 2 1 3 3 3 1 1 1
Barnsfararsótt er skráð á mánaðarskrár með meira móti, en jafnan
vanhöld á skráningunni, einkum ef talinn skyldi allur sótthiti í sæng-
urlegu, sem vorkunnarmál er, að læknar víki sér undan, því að þar
er mikið á munum frá hinu vægasta til hins skæðasta. Auk 12 til-
fella skráðra á mánaðarskrár í 7 héruðum (Rvík, Patreksfj., Bol-
ungarvíkur, Sauðárkróks, Ólafsfj., Kópaskers og Bakkagerðis) er í
ársskýrslum um barnsfarir getið barnsfararsóttar í einu héraði
(Keflavíkur) og þar talin 3 tilfelli. Reiddi ölium þeim konum vel af.
Sbr. enn fremur umsögn héraðslæknisins í Rvík hér á eftir um van-
talin barnsfararsóttartilfelli þar.
Læknar iáta þessa getið:
Rvík. 2 konur skráðar á mánaðarskýrslum. Dó önnur þeirra í árs-
byrjun 1946. Er hennar getið í athugaseindum við ársskýrslur 1945.
Var það 19 ára gömul stúlka, sem fæddi heima laust fyrir áramótin
1945—1946. Var hún svo flutt í Landsspítalann og dó þar, þrátt fyrir
pensilínmeðferð. Auk þess er 1 kona talin á sjúkraskrá St. Josephs-
spítala. Er það sennilega hin konan, sem talin er á mánaðaskrám.
Þar að auk koma fram á sjúkrahússkýrslum Hvítabandsins 2 konur
með barnsfararsótt. Allar þessar 3 síðast töldu konur lifðu.
ísafj. Aðeins 1 tilfelli siðast liðin 10 ár.